fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Kraftajötnar vildu kasta dverg í Hljómskálagarðinum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 2. apríl 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í keppninni Sterkasti maður Íslands sumarið 1991 háðu Magnús Ver Magnússon og Hjalti Úrsus Árnason harða baráttu um fyrsta sætið í Hljómskálagarðinum og voru langt á undan öðrum keppendum í stigaskorun. Magnús vann og fór í kjölfarið til Tenerife á Kanaríeyjum og vann sinn fyrsta titil sem sterkasti maður heims. Það sem vakti þó helst athygli varðandi keppnina á Íslandi var ekki sviti og tár kraftajötnanna heldur dvergakastið sem aldrei var keppt í.

Vinsælt á börum

Dvergakast átti að vera sýningargrein í keppninni og hugmyndin kom frá Bandaríkjunum. Þar vestra er dvergakast gjarnan stundað á börum en einnig hefur verið keppt í greininni á aflraunamótum. Kastið fer þannig fram að dvergurinn er með hjálm og er klæddur í hlífðarbúning með áföstum handföngum. Síðan kasta menn dvergnum eins langt og þeir geta og hann lendir á dýnu. Ætla má að ítrustu öryggiskröfum hafi þó ekki alltaf verið fylgt á börunum.

Dvergheilkennið er mjög sjaldgæft og því ekki alltaf auðvelt að finna einstakling sem er viljugur að láta kasta sér. Hjalti Úrsus stóð að keppninni en mótsstjóri var Sveinbjörn Guðjohnsen sem að sögn Hjalta átti hugmyndina að dvergakastinu. Sveinbjörn, sem er bróðir Viðars Guðjohnsen, frambjóðanda í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar, var nýverið í fréttum vegna nektarmynda á músarmottum sem fyrirtæki hans Bílabúðin H. Jónsson & Co. lét prenta. Sjálfur hafði Hjalti einu sinni prófað dvergakast, í Bretlandi. Samkvæmt viðtali í Fréttablaðinu árið 2005 kastaði Hjalti ekki eiginlegum dverg heldur smávöxnum manni sem lenti illa en hlaut engan varanlegan skaða af.

Hjalti dregur trukk í keppninni, DV 1991.

Öryrkjabandalagið sagði greinina „siðleysi“

Hjalti kaus að ræða málið ekki nú. En samkvæmt í viðtali við DV árið 1991 sagði hann að mótshaldarar hafi þurft að hverfa frá þessum áformum vegna mótmæla og af því að erfitt reyndist að fá dverg til að kasta. Búið var að hafa samband við umboðsaðila í Bandaríkjunum og von var á viljugum dverg frá Miami. En það datt upp fyrir og enginn annar dvergur fannst til verksins.

Dvergakast er mjög umdeilt víða og ólöglegt á mörgum stöðum. Þykir mörgum þetta niðurlægjandi og minna á viðundrasýningar sem algengar voru á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Í yfirlýsingu frá Öryrkjabandalaginu í aðdraganda keppninnar árið 1991 var lýst yfir megnri reiði og andúð á því að hafa dvergakast á dagskrá mótsins: „Samtökin benda á að það sé algjört siðleysi að ætla sér að nota fötlun fólks sem „skemmtiatriði“ og á engan hátt samboðið íslensku velferðarþjóðfélagi.

Þá sagði Páll Skúlason siðfræðingur í aðdraganda keppninnar að það orkaði tvímælis að rugla saman íþróttaleik og sirkussýningu. „Mér finnst það vafasamt og ekki samræmast anda íþróttanna.

Hjalti sagði hins vegar að það hefði aldrei verið ætlunin að særa neinn. Hann sagði þá:

Þó að það hafi enginn haft samband við mig beint finn ég að allt þetta tal um dvergakast hefur fallið í slæman jarðveg og vakið upp óvild. Þetta er því að snúast upp í andhverfu sína því meiningin var að koma með góða ímynd af heilbrigðum íþróttum á mótinu.

Bætur vegna dvergakasts

Þó að Magnús, Hjalti og félagar hafi ekki fleygt dvergum í Hljómskálagarðinum sumarið 1991 þá hefur dvergakast verið stundað á Íslandi, og með alvarlegum afleiðingum. Í ágúst árið 2007 var haldin íþróttahátíð hjá framhaldsskólum á Austurlandi, kölluð Austfirsku ólympíuleikarnir. Þar var keppt í grein sem var kölluð dvergakast en öðruvísi en hefðbundna greinin að því leyti að tveir nemendur köstuðu „dverg“ (öðrum nemanda) yfir slá.

Ein stúlka var hvött af áfangastjóra Verkmenntaskóla Austurlands til að taka þátt þar sem hún væri lítil og nett. Öðrum piltanna sem köstuðu henni skrikaði fótur með þeim afleiðingum að hún slasaðist á öxl í fallinu. Fékk hún átta prósenta varanlega örorku og var ríkið dæmt til að greiða henni rúmar fjórar milljónir í bætur vegna málsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina