fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Fyrrum borgarstjóri hjólar í Dag borgarstjóra – „Millj­arðasóun, spill­ing og skemmd­ar­verk Dags“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 15:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, er ekki ánægður með núverandi borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, ef marka má pistilinn sem hann skrifaði og birtisti í Morgunblaðinu í dag.

Í pistlinum gagnrýnir Ólafur núverandi borgarstjóra fyrir framkomu sína í Silfrinu á RÚV en Dagur var gestur þáttarins á sunnudaginn. „Hann hrósaði sjálf­um sér mjög í viðtal­inu og sam­herj­um sín­um í flug­vall­ar­mál­inu úr Sjálf­stæðis­flokki, þeim Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur og Gísla Marteini Bald­urs­syni,“ segir Ólafur.

„Það voru einkum þrír ein­stak­ling­ar sem borg­ar­stjóri „vandaði ekki kveðjurn­ar“ svo notað þé orðalag spyr­ils­ins, Eg­ils Helga­son­ar. Ekki kom á óvart að ég væri einn þess­ara ein­stak­linga, enda var ég sá borg­ar­stjóri á þess­ari öld sem barðist ein­arðleg­ast fyr­ir áfram­haldi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar í Vatns­mýri.

Vil­hjálmi Þ. Vil­hjálms­syni kenndi hann um skamm­líft meiri­hluta­sam­starf mitt við Sjálf­stæðis­flokk­inn, þó að nær væri að benda þar á Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur og fé­laga henn­ar úr hópi flug­vall­ar­and­stæðinga í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Hanna Birna og fé­lag­ar komu Vil­hjálmi Þ. frá sem odd­vita borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins í júní 2008 og mér frá sem borg­ar­stjóra tveim mánuðum síðar.“

„Mik­il óráðsía og spill­ing rík­ir nú í stjórn borg­ar­inn­ar“

Ólafi fannst athyglisvert hvernig Dagur talaði um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í þættinum. „Dag­ur sakaði hann um stefnu­leysi og tæki­færis­mennsku og að hann hefði á sín­um tíma verið meiri and­stæðing­ur flug­vall­ar­ins en Gísli Marteinn, að sögn Gísla Marteins, þegar þeir unnu sam­an í Kast­ljós­inu,“ segir Ólafur.

Þá talar Ólafur fjármálastjórn Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra en hann ber fjármálastjórnina hans saman við „fjármálaóstjórn“ Dags. „Mik­il óráðsía og spill­ing rík­ir nú í stjórn borg­ar­inn­ar,“ segir hann.

„Það er líka þörf á því, að bera fjár­mála­stjórn okk­ar Vil­hjálms í borg­ar­stjóratíð okk­ar sam­an við fjár­mála­ó­stjórn Dags Eggerts­son­ar. Dag­ur hef­ur marg­faldað kostnað við rekst­ur borg­ar­stjóra­skrif­stof­unn­ar frá tíð okk­ar Vil­hjálms og stundað hreina óráðsíu í fjár­mál­um borg­ar­inn­ar með útþenslu á borg­ar­bákn­inu á flest­um sviðum. Til viðbót­ar kem­ur gríðarleg lán­taka og skulda­aukn­ing. Mikl­ir fjár­mun­ir fara í að hindra um­ferðarflæði um göt­ur borg­ar­inn­ar og í gælu­verk­efni á borð við bragg­ann fræga.“

Vill að Dagur fái reisupassann

Að lokum hvetur Ólafur kjósendur til að gefa Degi reisupassann í næstu borgarstjórnarkosningum. „Nú­ver­andi borg­ar­stjóri finn­ur hins veg­ar ekk­ert að hjá sjálf­um sér en tal­ar í sí­fellu um borg­ar­línu, þétt­ingu byggðar og flug­völl­inn í Vatns­mýri, sem hann hef­ur tekið ástríðufullu hatri við,“ segir hann.

„Millj­arðasóun, spill­ing og skemmd­ar­verk Dags í borg­ar­stjóra­embætt­inu gera það bráðnauðsyn­legt að kjós­end­ur gefi hon­um reisupass­ann í næstu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil