fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Snuprar Adele og segir hana hafa notað sársauka sonar síns fyrir peninga – „Fyrirgefðu Adele – en mér finnst þetta skammarlegt“

Fókus
Föstudaginn 19. nóvember 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn umdeildi breski fjölmiðlamaður, Piers Morgan, hefur sjaldan verið spar á stóru orðin þegar eitthvað misbýður honum sem gerist oft og iðulega. Að þessu sinni er það Adele sem fær að finna fyrir aðfinnslum hans og það fyrir efnistökin á nýjustu plötu söngkonunnar.

Piers ritaði pistilinn sem birtist hjá Daily Mail á dögunum um málið þar sem hann sendir Adele tóninn.

Lagið sem reitti Piers til reiði er lagið My Little Love en á upptöku þess megi finna gífurlega persónulegt einkasamtal Adele við son sinn þar sem hún er að reyna að hugga hann á þeim tíma sem hjónaband hennar var að sigla í strand.  Þar heyrist Adele segja:

„Mér þykir svo leitt ef það sem ég hef gert hryggir þig. Segðu mér að þú elskir mig,“ sem sonur hennar, þá sjö ára gamall svarar: „Ég elska þig milljón prósent. Og ég held að þú elskir mig líka.“

Svo megi heyra Adele tala við son sinn og útskýra fyrir honum að hún sé að ganga í gegnum erfiða tíma.

Piers bendir á að þetta sé furðuleg framkoma hjá Adele sem hafi meðal annars höfðað dómsmál til að reyna að vernda friðhelgi sonar síns eftir að paparazzi ljósmyndarar tóku myndir af honum. Piers veltir fyrir sér hvernig hún geti nú réttlætt það að nota einkasamtal við son sinn til að selja plötur.

„Hvernig líður henni gagnvart baráttu sinni fyrir friðhelgi einkalífs sonar síns þegar hún skammarlaust notar hann til að selja plötur?“ 

Veltir Piers því fyrir sér hvernig syni hennar muni líða þegar hann verður eldri og heyrir einkasamtal sitt, frá erfiðum tíma, við móður sína í útvarpinu.

Adele útskýrði í viðtali að hún hafi tekið upp samtöl við son sinn eftir að hafa fengið ábendingu frá sálfræðingi sínum um að það væri gott að eiga þessi samtöl til að geta rifjað upp hvað hún sagði. Piers spyr samt:

„Ætli sálfræðingurinn hafi stungið upp á því að það væri góð hugmynd að nota þessar samræður á tónlistarplötu sem mun seljast í milljónum eintaka?“ 

Piers segir að hann kunni vel við Adele og muni án efa kaupa plötuna hennar.

„En hún fór yfir strikið þegar hún ákvað að opinbera hans innstu tilfinningar og berskjalda fyrir almenningi með þessum hætti. Og það sem verra er, hún gerði það fyrir athygli, peninga og sölu. Fyrirgefðu Adele – en mér finnst þetta skammarlegt og eftir allar óskir þínar um friðhelgi- líka hryllilegur tvískinnungur.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“