fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Smituð börn sótt í kennslustundir af skólastjórum – Kvartað yfir misvísandi skilaboðum frá sóttvarnaryfirvöldum

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 16:45

mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að skólastjórar hafi þurft að fara inn í skólastofur og sækja börn vegna staðfestra Covid smita. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Magnús Þór Jónsson skólastjóra og nýkjörinn formann Kennarasambands Íslands.

Hefur Fréttablaðið eftir Magnúsi að skólastjórar sitji uppi með það að þurfa að taka stjórnvaldsákvarðanir sem foreldrar séu jafnvel ósáttir við. „Ég veit um ótal dæmi um það að for­eldrar eru ekki sam­mála mati skóla­stjóra á smitrakningu og það er auð­vitað eitt­hvað sem er ó­tækt í rauninni, varðandi sam­skipti heimilis og skóla,“ hafði Fréttablaðið eftir Magnúsi í morgun.

Magnús segir jafnframt að borið hafi á því að misvísandi skilaboð hafi komið frá sóttvarnaryfirvöldum sem hafi sett skólastjórnendur í erfiða stöðu. Nefnir hann dæmi um að einhverjum hafi verið sagt að börn mættu mæta í skólann á meðan beðið væri eftir niðurstöðu hraðprófs.

Þá hafði Fréttablaðið eftir Bjarna Má Magnússyni, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, í morgun að engar heimildir væru að finna í lögum fyrir framsali á valdi til stjórnvaldsákvarðanatöku líkt og að ofan er lýst. Viðtalið við Bjarna má sjá hér.

Sjá nánar á frettabladid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Í gær

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“