fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Logi slær met Össurar

Eyjan
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau tímamót urðu í dag að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, varð þaulsætnasti formaður flokksins en hann hefur setið í formannsstólnum síðan 31. október 2016 eða í alls 1843 daga. Með því sló hann met Össurar Skarphéðinssonar, fyrsta formanns flokksins, sem hélt stólnum í 1842 daga á árunum 2000 – 2005.

Þetta kom fram í líflegum umræðum á Facebook-síðunni Óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar sem sannarlega ber ekki alltaf nafn með rentu.

Logi var varaformaður Samfylkingarinnar í alþingiskosningunum þann 29. október 2016. Flokkurinn beið afhroð í þeim kosningum og komust aðeins Logi og tveir aðrir frambjóðendur inn á þing. Líklega hefði flokkurinn þurrkast út ef ekki hefði verið fyrir Loga sem vakti athygli í kosningabaráttuni. Í kjölfarið sagði formaður flokksins, Oddný G. Harðardóttir af sér og Logi tók við forystunni þann 31. október.

Í Alþingiskosningunum ári síðar rofaði strax til og Logi leiddi flokkinn í 12,1% fylgi. Síðan þá hefur þó ákveðnin stöðnun átt sér stað og óhætt er að fullyrða að enginn flokksmaður Samfylkingarinnar hafi verið ánægður með 9,9% fylgi í nýafstöðnum kosningum eftir heilt kjörtímabil í stjórnarandstöðu. Það er því með öllu óvíst hvort að Logi verði í formaður Samfylkingarinnar í næstu kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“