fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Guðmundur gefur Mogganum „algjöra falleinkunn“ – „Það hlýtur að vera meiri „standard“ hjá ritstjórn eins stærsta fjölmiðils landsins“

Eyjan
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, gefur Staksteinum Morgunblaðsins falleinkunn í talnalæsi og veltir fyrir sér hvers vegna einn stærsti miðill landsins geri ekki meiri kröfur til ritstjórnarefnis síns.

Staksteinar dagsins fjölluðu um könnum sem Strætó lét gera en Staksteinar segja að í könnun þessari hafi komið fram að aðeins 1,3 prósent svarenda telja að þeir muni nota Strætó meira með tilkomu Borgarlínunnar.

„Fyrir verkefni sem hefur verið lengi í undirbúningi og á samkvæmt áætlunum að kosta tugi milljarða hið minnsta og líklega vel á annað hundrað milljarða, þá má það teljast fremur rýr afrakstur að 1,3% telji verkefnið til bóta fyrir sig.“

Staksteinar segja að samkvæmt könnuninni gætu 30 prósent svarenda hugsað sér að nýta Strætó meira ef ferðum yrði fjölgað.

„Mun fleiri, eða 30%, telja að fjölgun ferða yrði til að þeir nýttu sér oftar þjónustu almenningsvagna. Þann vanda, og annan sem að almenningsvögnum snýr, má leysa með mun lægri fjárhæðum en ætlaðar eru í borgarlínuna, enda þarf ekki annað en bæta við vögnum.“

Segja Staksteinar að í ljósi þessarar könnunar hljóti Strætó að beina því til þeirra sem standa að baki Borgarlínuverkefninu að stöðva þessi áform og leita ódýrari leiða til að bæta almenningssamgöngur.

Falleinkunn á talnalæsi Moggans

Guðmundur Heiðar hefur svarað Staksteinum í pistli sem hann birti á Facebook. Þar gefur hann talnalæsi Staksteina „algjöra falleinkunn“.

„Staksteinar Morgunblaðsins fá algjöra falleinkunn í talnalæsi í dag. Því er skellt fram að skv. könnun Strætó séu einungis 1,3% svarenda sem telji að borgarlínu verkefnið verði til bóta fyrir almenningssamgöngur. „Hin 98.7% telja að allir þessir milljarðar muni ekkert gagnast þeim.“.“

Guðmundur bendir á að Staksteinar séu að vitna í eina spurningu úr umræddri könnun sem hafi verið eftirfarandi: „Hvað gæti Strætó gert, ef eitthvað, til að þú myndir ferðast (oftar) með Strætó.“. Guðmundur segir að um opnar spurningu hafi verið að ræða þar sem engir sérstakir valmöguleikar voru í boði.

„Þetta var „opin spurning“, þannig það voru ekki gefnir neinir sérstakir svarmöguleikar. Fólk skrifaði bara það sem þeim lá á hjarta og Zenter flokkaði síðan svörin. Tæp 30% svarenda skrifar eitthvað á þá leið að fleiri ferðir myndu hjálpa og önnur tæp 30% skrifa um betra leiðakerfi. (Eitthvað sem kemur með Nýju leiðaneti Strætó og Borgarlínu.)

Síðan voru 5 manns eða 1,3% sem skrifuðu opið svar um Borgarlínu. Það þýðir auðvitað ekki sjálfkrafa að hin 98,7% svarenda hafi enga trú á Borgarlínu.“

Raunin sé sú að ekki sé hægt að fullyrða neitt um tiltrú almennings á Borgarlínunni út frá umræddri könnun, enda hafi könnunin snúist um Strætó en ekki Borgarlínuverkefnið.

„Í þessari könnun er ekki hægt að fullyrða neitt um hversu margir hafa trú á Borgarlínunni. Það er hvergi spurt um hversu margir telja að þau muni nota Borgarlínuna eða hafa trú á henni. Þessi könnun snýst í raun ekkert um Borgarlínu. Hún snýst um Strætó.

Ég veit að Staksteinar er nafnlaus skoðanapistill, en það hlýtur að vera meiri „standard“ hjá ritstjórn eins stærsta fjölmiðils landsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“