fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Brjálæðiskast á flugvellinum: Klæddi sig úr fötunum, reif í vöndinn og hótaði starfsmanni lífláti

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 07:30

Frank Towers var ákærður fyrir bæði líkamsárás og hótanir eftir flugvallarferðina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Towers, 44 ára karlmaður, var handtekinn á Minneapolis-St. Paul flugvellinum í Bandaríkjunum í síðustu viku fyrir tilraun til líkamsárásar. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hóta starfsmanni á flugvellinum lífláti.

Á föstudagsmorgninum í síðustu viku missti Frank stjórn á skapi sínu á innritunarsvæði flugvallarins. Hann hótaði starfsmanni lífláti og grýtti í bankaböndum í átt að honum. Lögreglan mætti þá á svæðið og sagði honum að hætta þessum látum og hafa sig í burtu.

Samkvæmt KSTP lét Frank sér þó ekki segjast og sagði að hann „þyrfti ekki að stoppa“ því „þetta væri frjálst land“. Í kjölfarið ítrekuðu lögreglumennirnir fyrirmæli sínu og sögðu Frank að hætta þegar í stað.

En Frank fór ekki eftir fyrirmælum lögreglumannanna heldur gerði hann atlögu að þeim. Það varð til þess að lögreglan dró upp rafbyssu og skaut Frank með henni. Eftir það var Frank vistaður í gæsluvarðhaldi.

Þegar upptökur úr öryggismyndavélum flugvallarins voru skoðaðar mátti sjá hvað gerðist áður en lögreglumennirnir mættu á svæðið.

Í upptökunum mátti sjá Frank kýla og skalla sjónvarpsskjái, klæða sig úr fötunum og rúnka sér á flugvellinum. Eftir það  klæddi hann sig aftur í fötin, kastaði stól og fór svo til starfsmannsins sem hann hótaði lífláti.

Þetta er langt frá því að vera það fyrsta sem Frank gerist sekur um, auk þess að vera kærður fyrir brjálæðiskastið á flugvellinum þá eru þrjú mismunandi mál gegn honum í vinnslu. Þau mál eru öll vegna líkamsárása sem hann er sakaður um að hafa framið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð