fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Hjörvar segir Óskar Örn vera mættan í Garðabæinn

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 20:54

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn vinsæli, Hjörvar Hafliðason, segir frá því á Twitter að Óskar Örn Hauksson sé orðinn leikmaður Stjörnunnar. Hann kemur á frjálsri sölu frá KR og gerir tveggja ára samning.

Óskar Örn hefur verið í herbúðum KR í fjórtán ár og er í hópi bestu leikmanna í sögu félagsins. Hann hefur skorað 72 mörk fyrir félagið í efstu deild.

Hann er 37 ára gamall en hjá KR hefur hann orðið Íslandsmeistari þrisvar sinnum og tvisvar sinnum bikarmeistari.

Ljóst er að Óskar er mikill liðsstyrkur fyrir Stjörnuna. Liðið olli vonbrigðum í sumar og hafnaði í sjöunda sæti.

Ágúst Gylfason tók við þjálfun Stjörnunnar í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sancho hefur engan áhuga á því að snúa aftur til United

Sancho hefur engan áhuga á því að snúa aftur til United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af