fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Óþarfi að nota nagladekk í Reykjavík segir borgin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 09:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint en skapar nauðsynleg hughrif.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg telur sig veita það góða vetrarþjónustu að óþarfi sé að aka á nagladekkjum innan borgarmarkanna og auk þess séu dekk orðin það góð að nagladekk séu barn síns tíma.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. „Við teljum okkur vera með það góða vetrarþjónustu og þróun dekkja hefur verið þannig að þetta er bara barn síns tíma, miðað við þær af leiðingar sem nagladekk hafa bæði fyrir viðhald gatna og heilsufar fólks með þessu blessaða svifryki,“ er haft eftir Hjalta J. Guðmundssyni, skrifstofustjóra rekstrar og umhirðu borgarlandsins.

Hann sagði einnig að það sé mjög sjaldan sem þær aðstæður myndast að nagladekk komi að gagni, þau gagnist ekki nema í ákveðinni tegund af hálku.

Hann sagði rannsóknir hafi margoft sýnt fram á að nagladekk hafi slæm áhrif á yfirborð gatna og þeyti upp svifryki en svifryksmengun er hitamál í borginni.

Í skýrslu frá Vegagerðinni, sem var gefin út fyrr á árinu, kemur fram að það þurfi að fækka nagladekkjum í umferðinni til muna ef ná eigi því markmiði stjórnvalda að svifryk fari aldrei yfir heilsuverndarmörk. Samkvæmt því sem Vegagerðin segir þá eru 42% bíla á höfuðborgarsvæðinu á nagladekkjum. „Reykjavíkurborg er búin að vera að keyra áróður gegn nagladekkjum undanfarin ár vegna þess að þetta er svo margþætt mál, um hvernig þau hafa áhrif út í umhverfið: svifryk, heilsa og slíkt,“ er haft eftir Hjalta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki