fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Vilja endurvekja hefðbundinn arkitektúr – Efna til kosninga um fallegustu og ljótustu nýbygginguna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. nóvember 2021 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir Íslendingar hafa mikinn áhuga á arkitektúr sem sést best á því að iðulega kvikna háværar umræður um fagurfræðilegt ágæti nýbygginga sem rísa hér á landi. Nú ætla stofnendur nýlegrar Facebook-síðu, Arkitektúruppreisnarinnar á Íslandi  – Byggjum fallegt aftur, að efna til kosninga þar sem fallegasta og ekki síður ljótasta nýbygging ársins  hér á landi verður kosinn.

Í hópnum er nú leitað eftir tilnefningum í báðum flokkum og er skilyrði að byggingarnar séu með byggingaárin 2020 eða 2021. Opin kosning mun síðan hefjast í lok nóvember.

Eins og nafn hópsins gefur til kynna þá er um að ræða hreyfingu sem hefur ekkert sérstakt álit á mörgu því sem viðgengst í nútímaarkitektúr. Þórhallur Bjarni Björnsson er einn af stjórnendum hreyfingarinnar sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. „Arkitektúruppreisnin hófst í Svíþjóð og hefur núna breiðst út til allra Norðurlandanna. Þetta er hreyfing og stefna sem vill endurvekja hefðbundin arkitektúr. Við trúum því staðfastlega að meirihluti fólks þyki hefðbundinn arkitektúr fallegri og meira aðlaðandi en módern eða póstmódern arkitektúr,“ segir Þórhallur Bjarni.

Þórhallur Bjarni Björnsson

Hann segir að hreyfingin hafi haft talsverð áhrif og nefnir sem dæmi að í Svíþóð sé að eiga sér stað, í hægum skrefum, endurvakning á hefðbundnum arkitektúr.

Þórhallur segist alltaf hafa verið mjög hrifinn af hefðbundnum og klassískum arkitektúr og lengi velt því fyrir sér afhverju hefðbundin hús væru aldrei byggð lengur hérlendis. „Þegar Hafnartorg var byggt tók ég eftir að fólk var almennt mjög óánægt með það, en á sama tíma var fólk almennt mjög heillað af nýja miðbænum á Selfossi. Á Selfossi fékk fólk að kjósa hvernig miðbæ þau vildu og þau kusu hefðbundin arkitektúr,“ bendir Þórhallur Bjarni á.

Hann kveðst sannfærður um að ef almenningur hefði meira að segja um hvernig nýbyggingar ættu að líta út, þá myndi uppbygging bæði nýrra hverfa og eldri miðsvæða líta allt öðruvísi út.

Tilgangur kosninganna er ekki síst að athuga hvort þessi kenning eigi við rök að styðjast og því hvetur Þórhallur Bjarni alla sem vettlingi geta valdið að senda tilnefningar um fallegar eða ljótar nýbyggingar á hópinn.

Ég er einn af stjórnendum Arkitektúruppreisnarinnar á Íslandi, en Arkitektúruppreisnin er hreyfing og stefna sem vill endurvekja hefðbundinn arkítektúr og telur að meirihluti fólks þyki hefðbundinn arkitektúr fallegri og meira aðlaðandi en módern eða póstmódern arkítektúr. Arkitektúruppreisnin kemur upprunalega frá Svíþjóð og er nú á öllum Norðurlöndunum, en erlendis hefur stefnan haft mikil áhrif og er t.d. í Svíþjóð ákveðin endurvakning á hefðbundnum arkitektúr að eiga sér stað hægt og rólega. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af hefðbundnum og klassískum arkitektúr og lengi velt því fyrir mér afhverju hefðbundin hús væru aldrei byggð lengur. Þegar Hafnartorg var byggt tók ég eftir að fólk var almennt mjög óánægt með það, en á sama tíma var fólk almennt mjög heillað af nýja miðbænum á Selfossi. Á Selfossi fékk fólk að kjósa hvernig miðbæ þau vildu og þau kusu hefðbundið. Ef almenningur hefði meira að segja um hvernig nýbyggingar ættu að líta út, þá tel ég að uppbygging bæði nýrra hverfa og eldri miðsvæða myndu líta allt öðruvísi út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“