fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Varðskipið Freyja kemur til Siglufjarðar í dag og áhöfnin skimuð af þyrlusveit

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. nóvember 2021 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta æfing þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og áhafnarinnar á varðskipinu Freyju fór fram í gær þegar skipið var austur af landinu. Áhöfnin tók á móti sigmanni og lækni þyrlunnar  á þilfari skipsins sem framkvæmdu PCR-próf á áhöfninni fyrir komuna til Siglufjarðar. Samspil þyrlusveitar og áhafnar Freyju gekk hratt og vel fyrir sig samkvæmt frétt Landhelgisgæslunnar.

Varðskipið Freyja lagði af stað frá Rotterdam áleiðis til Íslands á þriðjudag. Skipið kom inn í efnahagslögsöguna um hádegi í gær og sigldi svo inn í íslenska landhelgi laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Freyja mun leggjast að bryggju á Siglufirði klukkan 13:30 í dag í fylgd varðskipsins Týs, þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipsins Sigurvins. Þá verður þremur púðurskotum skotið úr fallbyssu skipinu til heiðurs. Forseti Íslands, dómsmálaráðherra, bæjarstjórinn í Fjallabyggð og forstjóri Landhelgisgæslunnar verða meðal þeirra sem taka á móti skipinu þegar það kemur til hafnar í dag.

 

Myndir frá Landhelgisgæslunni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“