fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Varðskipið Freyja kemur til Siglufjarðar í dag og áhöfnin skimuð af þyrlusveit

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. nóvember 2021 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta æfing þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og áhafnarinnar á varðskipinu Freyju fór fram í gær þegar skipið var austur af landinu. Áhöfnin tók á móti sigmanni og lækni þyrlunnar  á þilfari skipsins sem framkvæmdu PCR-próf á áhöfninni fyrir komuna til Siglufjarðar. Samspil þyrlusveitar og áhafnar Freyju gekk hratt og vel fyrir sig samkvæmt frétt Landhelgisgæslunnar.

Varðskipið Freyja lagði af stað frá Rotterdam áleiðis til Íslands á þriðjudag. Skipið kom inn í efnahagslögsöguna um hádegi í gær og sigldi svo inn í íslenska landhelgi laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Freyja mun leggjast að bryggju á Siglufirði klukkan 13:30 í dag í fylgd varðskipsins Týs, þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipsins Sigurvins. Þá verður þremur púðurskotum skotið úr fallbyssu skipinu til heiðurs. Forseti Íslands, dómsmálaráðherra, bæjarstjórinn í Fjallabyggð og forstjóri Landhelgisgæslunnar verða meðal þeirra sem taka á móti skipinu þegar það kemur til hafnar í dag.

 

Myndir frá Landhelgisgæslunni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi