fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Gefa út yfirlýsingu vegna Kveiks-þáttarins um Þóri – Var rekinn en hreyfingin segir eðlilegt að gerðar séu ríkar kröfur til starfsmanna

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 22:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tabú, feminísk fötlunarhreyfing sem vinnur að félagslegu réttlæti og gegn margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna Kveiks-þáttarins þar sem leikarinn Þórir Sæmundsson steig fram. Í þættinum sagði Þórir meðal annars frá því að hann gæti ekki fengið neina vinnu vegna typpamyndar sem hann sendi á ólögráða stúlkur.

Þá sagði Þórir í þættinum að hann hafi unnið í stutta stund sem bílstjóri hjá Ferðaþjónustu fatlaðra en að hann hafi verið rekinn eftir að vinnuveitandinn komst að typpamyndunum. Tabú segir í yfirlýsingu sinni að það sé eðlilegt að gerðar séu ákveðnar kröfur til þeirra sem vinna við að aka fötluðum.

„Fatlað fólk er jaðarsettur hópur sem er í margfalt meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi, sér í lagi eru fatlaðar konur og börn í aukinni hættu. Ástæður fyrir auknum líkum á ofbeldi eru margar, en felast meðal annars í þeim takmörkuðu og oft aðgreindu úrræðum sem fatlað fólk þarf að nýta sér í annars óaðgengilegu samfélagi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Þá segir að eitt þessara úrræða sé einmitt áður nefnd ferðaþjónusta. „Þar er fatlað fólk gjarnan eitt í bíl með ókunnugum bílstjóra í aðstæðum þar sem fullkomið valdaójafnvægi ríkir. Hér á landi hafa komið upp ofbeldismál innan ferðaþjónustunnar sem hafa einmitt átt sér stað í slíku valdaójafnvægi,“ segir í yfirlýsingunni.

„Í þessu ljósi er ekkert óeðlilegt að gerðar séu ríkar kröfur til starfsfólks ferðaþjónustunnar og að hafið sé yfir allan vafa að það eigi ekki sögu um kynferðislega áreitni og/eða annað ofbeldi og/eða hafi mögulega notað valdastöðu sína og yfirburði til að misnota undirskipaða einstaklinga. Við eigum að gera ríkari kröfur til einstaklinga sem starfa með fötluðu fólki en gengur og gerist almennt á vinnumarkaði, ekki minni.“

Sjá má yfirlýsinguna sem Tabú birti á vefsíðu sinni í fullri lengd hér fyrir neðan:

„Í ljósi umræðunnar síðustu daga sendum við undirrituð í Tabú frá okkur eftirfarandi yfirlýsingu.

Í sjónvarpsþættinum Kveik þann 2. nóvember sl. þar sem rætt var við Þóri Sæmundsson kom fram að honum hafi verið sagt upp starfi hjá Ferðaþjónustu fatlaðra eftir að vinnuveitendur fengu upplýsingar um að Þórir hefði sent typpamyndir af sér til ólögráða stúlkna. Í kjölfar umræðna í fjölmiðlum, þar sem fjölmiðlafólk hefur beint eða óbeint tekið undir efasemdir um réttmæti uppsagnar Þóris sem bílstjóra ferðaþjónustunnar, viljum við minna á eftirfarandi.

Fatlað fólk er jaðarsettur hópur sem er í margfalt meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi, sér í lagi eru fatlaðar konur og börn í aukinni hættu. Ástæður fyrir auknum líkum á ofbeldi eru margar, en felast meðal annars í þeim takmörkuðu og oft aðgreindu úrræðum sem fatlað fólk þarf að nýta sér í annars óaðgengilegu samfélagi.

Eitt þessara úrræða er áður nefnd ferðaþjónusta, en þar er fatlað fólk gjarnan eitt í bíl með ókunnugum bílstjóra í aðstæðum þar sem fullkomið valdaójafnvægi ríkir. Hér á landi hafa komið upp ofbeldismál innan ferðaþjónustunnar sem hafa einmitt átt sér stað í slíku valdaójafnvægi.

Í þessu ljósi er ekkert óeðlilegt að gerðar séu ríkar kröfur til starfsfólks ferðaþjónustunnar og að hafið sé yfir allan vafa að það eigi ekki sögu um kynferðislega áreitni og/eða annað ofbeldi og/eða hafi mögulega notað valdastöðu sína og yfirburði til að misnota undirskipaða einstaklinga. Við eigum að gera ríkari kröfur til einstaklinga sem starfa með fötluðu fólki en gengur og gerist almennt á vinnumarkaði, ekki minni.

Við beinum þessari athugasemd einkum til fjölmiðlafólks sem stýrir umræðu og annarri umfjöllun er kann að snerta fatlað fólk. Ábyrgðin í garð undirskipaðra hópa er mikil.

Anna Sigrún Ingimarsdóttir
Bára Halldórsdóttir
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
Erla Björg Hilmarsdóttir
Freyja Haraldsdóttir
Guðbjörg Kristín Eiriksdóttir
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
Jana Birta Björnsdóttir
Linda Sólveigar- og Guðmundsdóttir
Margrét Ýr Einarsdóttir
María Hreiðarsdóttir
María Rut Hinriksdóttir
Pála Kristín Bergsveinsdóttir
Salóme Mist Kristjánsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Sóley Björk Axelsdóttir
Steinunn Valbjörnsdóttir
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Þorbera Fjölnisdóttir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“