fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Var rekin fyrirvaralaust frá Eflingu og gagnrýnir Sólveigu og Viðar harðlega – „Þið eruð ekki fórnarlömbin hér“

Eyjan
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 14:07

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christina Milcher starfaði á félagssviði Eflingar eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir tók við sem formaður. Henni var fyrirvaralaust sagt upp störfum árið 2019. Hún hefur nú birt opið bréf til Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar, þar sem hún segir að fljótlega eftir að Sólveig tók við sem formaður hafi hún sjálf farið að beita starfsfólk sitt þeirri sömu misnotkun og hún barðist opinberlega gegn hjá öðrum atvinnurekendum.

Kjarninn birti bréfið í fullri lengd í dag.

Christina segir að Sólveig og Viðar komi fram sem baráttufólk fyrir réttindum verkafólks, sérstaklega þess verkafólks sem er innflutt. Christina hafi stolt gengið til liðs við þau í Eflingu og tekið slaginn með þeim. Þó Sólveig og Viðar væru orðnir yfirmenn hennar þegar hún var ráðin til Eflingar þá leit hún áfram á þau sem félaga í baráttunni og var stolt af fá að taka þátt í að blása nýju lífi í verkalýðsbaráttuna á Íslandi.

Það átti þó eftir að breytast. Christina segist þó ekki enn í dag skilja hvernig þeir innflytjendur sem Sólveig og Viðar réðu til starfa, og unnu myrkranna á milli fyrir hag félagsmanna, voru skyndilega orðnir að óvinum.

„Ég hef heyrt eitthvað um lýsingu á viðburði á Facebook sem ykkur mislíkaði og spurningar í samninganefnd sem ykkur hafi þótt óþægilegar.“

Christina segir að hún hafi mátt sæta einelti á vinnustað, meðal annars frá fyrrum skrifstofustjóra sem jafnframt sé vinkona Sólveigar og Viðars. Aðrir starfsmenn voru hvattir til að loka á Christinu og sagt að henni væri ekki treystandi.

„Eftir um viku lagði Sólveig það á sig að tala við mig. Á meðan á samtali okkar stóð sat hún í sófanum og andvarpaði. Hún líkti eftir misnotkun valdamikilla manna og yfirmanna og málaði sjálfa sig sem fórnarlambið, því hún – manneskjan með völdin- hafði verið gagnrýnd fyrir framkomu sína.“

Christina segir að þessi framkoma hafi haldið áfram. Þrýst hafi verið á hana að segja sig úr Eflingu og Viðar hafi tilkynnt henni að hann hefði rétt til að takmarka öll réttindi starfsmanna – samkvæmt heimild úr reglum Eflingar.

Christina segir að stjórnarmeðlimir Eflingar hafi tekið eftir þessari framkomu. Þeir hafi spurt Christinu um vinnuaðstæður hennar og hún hafi svarað af hreinskilni – líkt og reglur Eflingar fari fram á. Fyrir þetta hafi hún verið rekin.

Öllum sem  voguðu sér að taka upp hanskann fyrir  Christinu var refsað. Það hafi gengið svo langt að einn stjórnarmaður hafi þurft að ráða sér lögmann til að verja hana gegn hótunum frá Viðari og Sólveigu. Erlendir starfsmenn hafi fengið að fjúka og verið skipt út fyrir aðra.

Christina segir að ASÍ hafi verið meðvitað um stöðuna innan skrifstofu Eflingar en ákveðið að skipta sér ekki af málum.

„Þið lýsið ykkur sem Davíð gegn Golíat, en þegar þið sjálf fenguð völd þá fóruð þið að sjálf að beita sömu aðferðum. Þið eruð ekki fórnarlömbin hér. Þið eruð bara enn eitt dæmið um yfirmenn sem misbeita valdi sínu.“

Christina segir að ekki sé öll von úti enn – þeir sem hafi skipað sæti á B-lista Sólveigar séu enn tilbúnir að taka slaginn og reka róttæka verkalýðsbaráttu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna