fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Birna formaður stjórnar Ljósleiðarans

Eyjan
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 11:39

Birna Bragadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Bragadóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Ljósleiðarans, fjarskiptafyrirtækis sem lagt hefur ljósleiðaratengingar til fleiri en 100 þúsund heimila á Íslandi og er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Birna hefur átt sæti í stjórn fyrirtækisins, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur, frá árinu 2019.

Birna er forstöðukona Elliðaárstöðvar, sögu- og tæknisýningar OR í Elliðaárdal. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu á sviði stjórnunar, mannauðs- og jafnréttismála, breytingastjórnunar og markaðs- og þjónustustjórnunar. Þá er hún mikilvirk útivistarkona og var á meðal kvennanna sem kalla sig Marglytturnar og syntu yfir Ermarsund árið 2019.

Birna hefur starfað sem framkvæmdastjóri Sandhotel, starfsþróunarstjóri OR og við mannauðs-, fræðslu- og þjónustustjórnun hjá Icelandair. Hún er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Hún er jafnframt stjórnendamarkþjálfi frá Coach University. Birna er einnig stjórnarformaður Hönnunarsjóðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

JD Vance hafður að háði og spotti fyrir sagnfræðikunnuáttu sína

JD Vance hafður að háði og spotti fyrir sagnfræðikunnuáttu sína
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja