fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Eiríkur áhyggjufullur yfir umræðunni eftir Kveiksþáttinn – „Mér finnst einhvern veginn einsog þetta geti ekki endað mjög vel“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 17:00

Eiríkur Örn Norðdahl. Myndin er tekin snemma árs 2013 er Eiríkur tók við Íslensku bókmenntaverðlaununum fyrir skáldsöguna Illsku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti rithöfundur, Eiríkur Örn Norðdahl, segir að við sem samfélag fyrirgefum mjög sjaldan. Hann hefur áhyggjur af því hvernig samtal þjóðarinnar um kynferðisbrot og fyrirgefningu er að þróast.

Þess má geta að Eiríkur sendir nú frá sér skáldsöguna Einlægur Önd þar sem viðfangsefnið er einmitt útskúfun, refsing og fyrirgefningu.

Eiríkur segir í stuttum pistli í dag að okkur sé boðið upp á tvo kosti við að taka afstöðu í umræðunni: miskunnarleysi eða meðvirkni. Pistillinn er eftirfarandi:

„Við tölum talsvert um fyrirgefningu almennt og mikilvægi fyrirgefningarinnar en þegar til kastanna kemur fyrirgefum við (sem samfélag) sjaldan. Við viljum fyrirgefa, viljum vera fólk sem fyrirgefur, en fólkið sem hefur raunverulega gerst brotlegt er eiginlega aldrei nógu leitt fyrir okkur, það iðrast ekki nóg eða hefur gerst of brotlegt til að við komumst yfir það. Við afþökkum skrímslavæðingu gerenda almennt en lítum á alla raunverulega gerendur sem undantekningu – þeir séu einfaldlega skrímsli og það sé ekki okkur að kenna.

Hvað sem öllu öðru líður – kveiksþáttum, hasstaggabyltingum, einlægum opnuviðtölum blaðanna – sýnist mér ljóst að við (sem samfélag) séum að reyna að eiga í einhverju samtali sem við erum ófær um að eiga í, að óbreyttu. Það er einsog okkur sé ekki boðið upp á aðra afstöðu en miskunnarleysi eða meðvirkni. Og mér finnst einhvern veginn einsog þetta geti ekki endað mjög vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum