fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Eyjan

Guðbrandur Sigurðsson ráðinn framkvæmdastjóri Brynju leigufélags

Eyjan
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 14:37

Guðbrandur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Brynju leigufélags frá og með 4. nóvember 2021. Brynja er hússjóður Öryrkjabandalags Íslands og hefur það hlutverk að eiga og reka íbúðir sem leigðar eru öryrkjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÖBÍ.

Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og var stofnaður árið 1965. Fyrstu verkefni sjóðsins voru íbúðir í Hátúni í Reykjavík en frá þeim tíma hefur sjóðurinn eignast um 860 leiguíbúðir um land allt. Sjóðurinn leggur áherslu á traustan rekstur og efnhag og að bæta við hentugum íbúðum eins og frekast er kostur. Gildi Brynju eru virðing, samvinna og búsetuöryggi.

Guðbrandur starfaði sem stjórnandi í sjávarútvegi og mjólkuriðnaði um árabil hjá Brimi og Mjólkursamsölunni. Hann var framkvæmdastjóri PwC 2013-2016 og framkvæmdastjóri Heimavalla frá 2016 til 2019. Síðastliðin tvö ár var hann framkvæmdastjóri Borgarplasts þar sem hann lét af störfum í júlí á þessu ári. Guðbrandur er með B.Sc. próf í matvælafræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá Edinborgarháskóla.

„Það er spennandi og skemmtilegt verkefni og gaman að fá tækifæri að nýju að starfa við rekstur fasteigna og útleigu íbúða. Ég er sérstaklega spenntur að takast á við rekstur á þeim félagslegum grunni sem Brynja byggir á og þar sem langtímasjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Sjóðurinn býr að góðum eignum og góðum rekstri ásamt traustum efnahag. Þættir sem er mikilvægt að viðhalda og efla til framtíðar“, segir Guðbrandur.

Stjórnarformaður Brynju leigufélags, Garðar Sverrison, segir fólk mjög ánægt með að hafa fengið Guðbrand til liðs og sjóðurinn vænti mikils af honum. Hann sé þaulreyndur og farsæll stjórnandi með þekkingu og reynslu sem nýtast muni vel til að tryggja sem flestum eins lága leigu og frekast sé kostur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“