fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Bosníumaður beygður í Héraðsdómi – Fékk ekki laun og slasaðist við vinnu en situr uppi með hálfa milljón í málskostnað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 17:30

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann kom til Íslands í febrúar árið 2019 og byggði hús við Hafnarstræti 26 á Akureyri. Hann kom hér á vegum serbneska fyrirtækisins EK (Enka Kolor Grupa) en kaupandi verksins var H-26 ehf. á Akureyri. Ekki var gerður neinn ráðningarsamningur við Bosníumanninn og hann var hvorki með atvinnu- né dvalarleyfi þegar hann kom til landsins. Hann segir að vinnuveitandinn hafi ætlað að græja það. Hann hafi síðan kallað eftir betri launum og skriflegs samnings eftir að hann hóf störf en ekki hafi verið orðið við því.

Þann 27. mars 2019 lenti maðurinn síðan í vinnuslysi. Því er lýst svo í texta dóms frá Héraðsdómi Norðurlands eystra, en þar rak maðurinn mál sitt á hendur H-26, og var dómur kveðinn upp í því í dag, þann 1. nóvember 2021:

„Hinn 27. mars 2019 lenti stefnandi í vinnuslysi er hann vann í svokölluðum Atröppum við uppsetningu handriðs. Stefnandi telur að fallvörnum hafi verið ábótavant og
sá stigi, sem notaður hafi verið, hafi ekki verið nægilega traustur og öruggur sem og mun undirlag hafa verið ótryggt. Á öðrum stöðum hafi stiginn staðið á steyptu undirlagi en ekki þar sem slysið varð. Vegna þess að undirlag var ótraust sigu tröppurnar öðrum megin með þeim afleiðingum að stefnandi missti jafnvægið og féll niður og til hliðar. Við fallið brotnuðu lærbein og bein kringum ökkla mjög illa, auk þess sem hann meiddist á mjöðm. Var hann fluttur af vettvangi með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hann þurfti að fara í aðgerð til að lagfæra brotin. Stefnandi þurfti að vera á sjúkrahúsinu í níu daga. Daginn eftir útskriftina af sjúkrahúsinu hafi XXXX keyrt stefnanda á Keflavíkurflugvöll þar sem hann hafi verið settur um borð í flug til Vínarborgar og þaðan hafi hann flogið til síns heima. Eftir að heim til Bosníu var komið hafi stefnandi haldið áfram læknismeðferð og hafi ekki haft neina möguleika á að vinna síðan slysið varð.“

Krafa um vangoldin laun og skaðabætur

Bosníumaðurinn krafði H-26 um vangoldin laun og sjúkrakostnað upp á rúmlega 5,1 milljón króna og skaðabætur upp á rúmlega 11,5 milljónir króna.

Héraðsdómur sýknaði H-26 af öllum kröfum mannsins og kom þar ýmislegt til: Maðurinn hafi ekki verið starfsmaður H-26 heldur serbneska fyrirtækisins EK, hann hafi hvorki haft atvinnu- né dvalarleyfi og hafi það að hluta til verið honum að kenna þar sem hann útvegaði ekki tilskylda pappíra sem þurfti til að fá leyfið í gegn; síðast en ekki síst hafi honum ekki tekist að sanna að slysið sem hann varð fyrir hafi verið vegna saknæmrar vanrækslu H-26.

Hann var síðan dæmdur til að greiða hálfa milljón króna í málskostnað.

 

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“