fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í máli ÁTVR gegn Sante – Arnar krefst frávísunar og kærir Ívar fyrir rangar sakargiftir

Heimir Hannesson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 13:16

Vínkaupmaðurinn Ívar J. Arndal er forstjóri ÁTVR. mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sigurðsson, víninnflytjandi og eigandi frönsku vefverslunarinnar Sante.is sem ÁTVR hefur kært til lögreglu og höfðað einkamál gegn, krefst þess að málinu verði vísað frá. Arnar hefur jafnframt kært Ívar J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. Þá krefst hann þess að ÁTVR greiði allan kostnað sem fellur til vegna málsins.

ÁTVR hefur undanfarin misseri farið mikinn í baráttunni við einkaaðila sem ÁTVR vill meina að brjóti gegn lögbundinni einokunarstöðu sinni á innlendum áfengissmásölumarkaði. Sagði DV til að mynda frá því í lok september að forstjóri ÁTVR, fyrir hönd stofnunarinnar sem hann stýrir, hafi viljað dagsektir, bætur og lögbann á starfsemi Bjórlands, sem einnig hefur selt vín í smásölu á Íslandi. Sagði í stefnu ÁTVR gegn Bjórlandi að Bjórland hafi selt neytendum hérlendis áfengan bjór, milliliðalaust. „Einstaklingar geta verslað af vefsíðunni og fengið afhent samdægurs ef áfengið er pantað fyrir kl. 12 á virkum degi, en annars næsta virka dag. Bjórinn er hægt að fá sendan heim á höfuðborgarsvæðinu fyrir kr. 1.290,- en kaupanda að kostnaðarlausu ef verslað er fyrir kr. 15.000 eða meira. Keyrt er út milli kl. 17 og 22 virka daga. Þá býðst viðskiptavinum að sækja áfengið í húsnæði stefnda milli kl. 13 og 17 virka daga,“ sagði meðal annars í stefnunni.

Sjá nánar: Andlitslausi Ríkisforstjórinn vill dagsektir, bætur og lögbann á Bjórland

Sömu sögu er að segja af stefnu ÁTVR gegn fyrirtækjum Arnars, Sante Wines SAS, skráðu í Frakklandi og Sante ehf. hér á landi.

ÁTVR krefst þess að fyrirtækið „láti af þátttöku í smásölu áfengis í vefverslun“ hér á landi og að viðurkennd verði bótaskylda vegna sölu fyrirtækisins á Íslandi. Þess má geta að hægt er að panta vín í heimsendingu hér á landi frá erlendum fyrirtækjum án þess að innlendir söluaðilar hafi gert athugasemdir við það. Þá krefst ÁTVR jafnframt að dómur dæmi Arnar og fyrirtæki hans til þess að greiða dagsektir verði þeir ekki við kröfum ÁTVR.

Segja Ívar umboðslausan og málið vanreifað

Lögmenn Arnars og fyrirtækja hans segja hins vegar ÁTVR hafa vanreifað hvernig ríkisfyrirtækið eigi lögvarða hagsmuni í málinu og að fyrirtækið hafi ekki sýnt fram á það að það hafi umboð til þess að höfða mál af þessu tagi. Engin stjórn er yfir ÁTVR en þess í stað heyrir stofnunin beint undir fjármálaráðherra.

Í greinargerð lögmanna Arnars og Sante Wines segir að verkefni ÁTVR séu skilgreind í lögum, en þar kemur ekkert fram um að ÁTVR eigi að hafa eftirlit með því að áfengis- og tóbakslögum séu fylgt. Það verkefni sé hins vegar á herðum lögreglu, tollgæslu og skattyfirvalda, samkvæmt áfengislögum.

„Stefnanda virðist þetta í reynd ljóst enda kemur fram í stefnu að stefnandi hafi þegar beint erindum til allra framangreindra stjórnvalda, en ástæða málshöfðunarinnar sé sú að viðkomandi stjórnvöld hafi ekki brugðist við erindum stefnanda,“ segir til að mynda í greinargerðinni. Vísa lögmenn Arnars þarna til kæru ÁTVR til lögreglu vegna ætlaðra brota Sante Wines á áfengislögum. Ekkert hefur enn komið út úr þeirri kæru.

Þá segir jafnframt í greinargerðinni að krafa ÁTVR um að fyrirtækið „láti af þátttöku í smásölu áfengis í vefverslun,“ sé of óskýr til þess að hægt sé að taka málið fyrir. „Með engu móti er afmarkað hvað felist í annars vegar þátttöku og hinsvegar vefverslun. Þannig er ekki ljóst af stefnu málsins hver nákvæmlega sé sú háttsemi stefndu, hvers um sig, sem stefnandi krefst að þeim verði gert að láta af,“ segir í greinargerðinni.

Óvíst er um framhald málsins, en viðbúið er að dómur taki afstöðu til frávísunarkröfu Arnars og Sante innan fárra vikna. Verði dómurinn ekki við því má búast við að nokkurt framhald verði á málinu.

Fréttablaðið greindi frá því í september að kostnaðurinn við málaferlin næmi þá sjö milljónum, en viðbúið er að hann hafi eitthvað aukist síðan þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin