fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Neyðarkall frá sjúkraliðum á Bráðamóttökunni – „Það er niðurlægjandi upplifun að geta ekki aðstoðað fólk á salerni“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. nóvember 2021 11:00

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ógn við lífsgæðum fólks þegar gengið er með þessum hætti á starfsorkuna. Þegar teknar eru margar aukavaktir vegna manneklu, þegar skrefateljarinn sýnir að þú gengur að minnsta kosti 8 til 10 kílómetra á vakt, og þegar þú finnur að enginn tími gafst til að nærast, þá hlýtur það á endanum að bjóða hættunni heim. Í slíku starfsumhverfi verða meiri líkur en minni að starfsfólk geri mistök,“ segir í grein sem birtist á Vísir.is í morgun og 25 sjúkraliðar á Bráðamóttökunn í Fossvogi setja nöfn sín undir.

Sjúkraliðarnir segja ástandið á Bráðamóttökunni vera hættulegt vegna ofálags á sjúkraliðum og skora á stjórnvöld að svara ákalli heilbrigðisstétta um að breyta ástandinu í heilbrigðiskerfinu. Þeim fellur þungt að geta ekki sinnt sjúklingum af þeirri fagmennsku og kostgæfni og þeir vilja hafa getu og menntun til:

„Við sjúkraliðar sinnum störfum okkar af alúð og búum að faglegri færni og þekkingu til að til að veita skjólstæðingum Bráðamóttökunnar góða og faglega þjónustu. Hins vegar þegar álagið er eins og hér er líst verður verklagið annað. Starfsumhverfið stuðlar þá ekki að því að sjúkraliði geti boðið upp á þá faglegu hjúkrunarþjónustu sem skjólstæðingurinn á rétt á samkvæmt lögum og þarfnast þegar hann stendur frammi fyrir áskorunum á erfiðustu tímum lífs síns. Þessar aðstæður sem okkur eru skapaðar á Bráðamóttökunni geta bæði haft alvarlegar afleiðingar fyrir skjólstæðinga og okkur sem vinnum í þessu umhverfi.“

Sjúkraliðarnir segja það vonda tilfinningu að komast ekki yfir þau verkefni sem þeir þurfa að sinna á hverri vakt, en það sé engu að síður veruleikinn.

Greinina má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“