fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Maður vopnaður haglabyssu ógnaði fólki í íbúðablokk í Kópavoginum í nótt – Hleypti af skoti í íbúðinni

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 31. október 2021 17:31

Hamraborg - Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dagbók lögreglunnar í morgun var greint frá því að „grunur um brot á vopnalögum“ hafi átt sér stað í Hamraborginni í Kópavoginum í nótt. Um var að ræða mann sem vopnaður var haglabyssu og ógnaði fólki með henni, að minnsta kosti einu skoti var hleypt af í blokkinni

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta í samtali við DV og útskýrði málið nánar. „Þetta var upp úr miðnætti einhvern tímann. Það var bara tilkynnt um mann sem var með svona einhvern gauragang og þá fara lögreglumennirnir á staðinn,“ segir hann.

„Á meðan þeir eru þarna þá er hleypt af skoti inni í íbúðinni. Þá er kallað á sérsveit og síðan leystist bara farsællega úr þessu. Það varð ekkert umsátursástand eða neitt svoleiðis, hann bara kemur þarna og gefur sig fram.“

Maðurinn sem um ræðir var handtekinn og fluttur í fangageymslu en honum hefur nú verið sleppt. „Hann var náttúrulega bara handtekinn og fluttur í geymslu. Svo reikna ég nú með því að búið sé að ræða við hann. Vopnin sem hann var með þarna voru náttúrulega bara handlögð, einhverjar þrjár byssur ef ég man rétt, tvær haglabyssur og einn riffill,“ segir Gunnar.

Þá segir hann að maðurinn hafi verið með leyfi fyrir vopnunum. „En hann var náttúrulega ekki að nota þau eins og til væri ætlast, þegar hann er farinn að skjóta inni í íbúðinni hjá sér, þá er brugðist við.“

Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum en eins og áður segir hefur honum verið sleppt. „Hann var færður í yfirheyrslu og svo fer málið sínar leiðir hjá ákærusviði.“°

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Krefjast lengra gæsluvarðhalds

Múlaborgarmálið: Krefjast lengra gæsluvarðhalds
Fréttir
Í gær

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Í gær

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Í gær

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað
Fréttir
Í gær

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur