fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Landsréttur þyngir dóm vegna heimilisofbeldi – Sjúklegri afbrýðissemi og ofbeldi lýst í dómnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. október 2021 21:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir manni sem sakfelldur var fyrir hrottalegt ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hlaut maðurinn þriggja mánaða fangelsi í héraðsdómi en Landsréttur taldi átta mánaða dóm eiga betur við.

Mun maðurinn hafa ráðist af miklu afli á konuna og meðal annars sparkað af nokkru afli í brjóstkassa hennar. Hlaut konan af árás mannsins meðal annars bringubrot, opin sár á hné og áverka á fingur.

Meðal þess sem kom til álita þegar refsingin var ákvörðuð var langur tími sem liðinn var frá árásinni og að dómi, en hún átti sér stað fyrir fjórum árum.

Í dómnum segir að ástarsambandi fólksins væri svo til lokið og að maðurinn hefði sýnt af sér mikla afbrýðissemi. Þannig lýsti konan því fyrir dómi að maðurinn hefði ítrekað ásakað hana um að hafa átt vingott við aðra karlmenn, og að hún mætti ekki segja „hæ“ við menn úti á götu án þess að þurfa að sitja undir slíkum ásökunum.

Kvöldið sem árásin átti sér stað hafi þeirra samskipti einmitt hafist á þeim nótum. Konan hafði verið úti að skemmta sér þegar maðurinn hóf að ásakana hana um að sýna karlmanni sem var staddur með henni í vinnustaðateiti áhuga. Þegar heim var komið þetta kvöld fór maðurinn að beita konuna ofbeldi, með fyrrgreindum afleiðingum.

Til viðbótar við skilorðsbundinn fangelsisdóm þarf maðurinn að greiða henni 900 þúsund krónur í bætur auk sakar- og áfrýjunarkostnaðar, málsvarnarlaun lögmanns síns og þóknun réttargæslumanns konunnar. Samtals um 2,5 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið