fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Sjómaðurinn Jón Þórðar slær í gegn: Myndbandið af óvænta flykkinu vekur heimsathygli – „Það var perri í kallinum“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 30. október 2021 07:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjóarinn Jón Þórðarson vakti heimsathygli á dögunum eftir að hann birti myndband á samfélagsmiðlinum TikTok af hákarli sem rataði óvænt upp á dekk skipsins sem hann var á. Á skömmum tíma var myndbandið komið með nokkrar milljónir í áhorf, þegar þessi frétt er skrifuð hefur það verið spilað um 11 milljón sinnum.

„Nú er spurning, er hann búinn að segja upp á sjónum? Því hann er orðinn TikTok-stjarna!“ segir Tómas Steindórsson, stjörnuútvarpsmaður á X-inu 977, áður en hann tekur viðtal við Jón. „Ég er nú ekki búinn að segja upp,“ segir Jón og útskýrir svo hvað gerðist.

„Heyrðu, ég veit bara eiginlega ekki hvað maður á að segja. Ég póstaði myndbandi, þarna einhvern tímann í september fengum við beinhákarl í trollið hjá okkur,“ segir hann en slíkir hákarlar geta orðið virkilega stórir. „Þeir geta orðið allt að 7,9 metrar. Þessi var svona í stærri kantinum, ég veit nú ekki nákvæmlega hversu stór þessi var en hann var helvíti stór allaveganna.“

@jonthordar88♬ Kickstart My Heart – Mötley Crüe


Jón og hinir sjóararnir voru ekki á hákarlaveiðum, þeir voru því hissa þegar þeir fundu að stærra en þorskur væri í netinu. „Það kemur eitthvað í pokann og við vorum að velta því fyrir okkur af hverju það voru svona asnaleg blikkin á nemunum. Við föttuðum að það væri nú sennilega eitthvað stærra en þroskur í trollinu þannig við hífum bara og upp kom þetta flykki.“

Þegar Jón er spurður hvort hann og hinir sjómennirnir hafi náð að bjarga hákarlinum svarar Jón játandi. „Jújú, hann var lifandi,“ segir hann.

Flengdur af hákarlinum

Jón birti í raun tvö myndbönd af hákarlinum en það síðara sem hann birti vakti þessa miklu athygli. Fyrra myndbandið var þó afar áhugavert, þrátt fyrir að það hafi ekki fengið jafn mörg áhorf. Í því myndbandi má nefnilega sjá hákarlinn slá á rassinn hans Jóns með sporðinum. „Það var perri í kallinum,“ segir Jón um flenginuna.

„Þetta er svo fyndið, ég setti þetta inn bara fyrir landann að sjá. Svo er ég kominn með einhver 40 þúsund áhorf. Svo fer ég að hífa svo ég stekk upp í brú, það tekur einhvern hálftíma. Svo kem ég niður aftur og opna TikTok, þá voru komin 400 þúsund. Svo fer ég að sofa, þá eru þau 900 þúsund og svo vakna ég daginn eftir, þá eru komnar 4,7 milljónir.“

@jonthordar88 Got my ass kicked by a shark #foryoupage #fyp #fypシ #trawlerlife #icelandicfisherman #sealife #icelandfishing #shark ♬ original sound – Jón Þórðarson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því