fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Nemandi í HR læstist í hjólageymslu vegna rafmagnsleysis

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 28. október 2021 17:10

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafmagnslaust varð í Háskólanum í Reykjavík í dag. Afleiðingar rafmagnsleysisins voru meðal annars þær að nemandi við skólann læstist inni í hjólageymslu skólans í um 30 mínútur.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist, þetta er í þriðja skipti sem þetta gerist á stuttum tíma,“ segir annar ónefndur nemandi við skólann sem DV ræddi við vegna málsins.

Nemandinn á þá við rafmagnsleysið, ekki að það hafi áður gerst að einhver læsist í hjólageymslunni, en ekki er vitað til þess að það hafi gerst áður.

„Þetta er búið að gerast nokkrum sinnum, einu sinni um nótt og einu sinni um morgun þegar ég var í tíma. Þá hætti bara allt að virka, loftræstikerfið, tölvurnar og allt, það þurfti bara að hætta kennslu.“

DV ræddi við annan nemanda í skólanum um rafmagnsleysið og sá varð var við nemandann sem læstist inni í hjólageymslunni. „Þessi gæji var fastur í hálftíma í hjólageymslunni, greyið kallinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi