fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Rán í Grafarvogi – Ekið á gangandi og hjólandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 05:16

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 22.20 í gærkvöldi var tilkynnt um rán á veitingastað í Grafarvogi. Þar opnaði maður sjóðvél og tók peninga. Starfsmaður sá til hans og otaði maðurinn þá eggvopni að honum. Hann hljóp síðan á brott. Málið er í rannsókn.

Í Garðabæ var ekið á 9 ára dreng á reiðhjóli á sjötta tímanum í gær. Drengurinn var aumur í hnjám og fór af vettvangi með móður sinni.

Á sjöunda tímanum var ekið á konu í Miðborginni. Hún hlaut áverka á hendi.

Á níunda tímanum missti ung kona stjórn á bifreið sinni í Mosfellsbæ og ók út af. Hún fann til eymsla í öxl og var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild.

Á áttunda tímanum var tilkynnt um eld í bifreið í Vesturbænum. Slökkvilið slökkti eldinn sem kom frá vélinni. Bifreiðin var fjarlægð með dráttarbifreið.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum í gærkvöldi. Annar var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar
Fréttir
Í gær

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“
Fréttir
Í gær

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“