fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Stefnir barnsföður sínum eftir að hann flutti með börnin til Þýskalands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. október 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni á fimmtugsaldri, sem er með lögheimili í Hafnarfirði, hefur verið birt fyrirkall og stefna í Lögbirtingablaðinu, þar sem þess er krafist að barnsmóður hans verið falin ein forsjá tveggja sona fólksins.

Fólkið skildi lögskilnaði fyrir tveimur árum. Gerðu þau þá samkomulag um að börnin ættu lögheimili hjá föðurnum.  Fyrst eftir að skilnaður gekk í gegn dvöldust börnin til skiptis hjá foreldrunum. Síðan gerist það í júní árið 2020 að faðirinn tilkynnir móðurinni að hann sé að flytja til Þýskalands og þangað fór hann með synina og hefur ekki komið aftur. Hann hefur hins vegar lögheimili á Íslandi.

Í texta tilkynningarinnar segir:

„Í kjölfar þess að stefndi fór af landi brott, óskaði stefnandi eftir því hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að hún fengi forsjá barnanna. Sýslumaður leitaði svars hjá föður barnanna en hann lýsti afstöðu sinni til kröfu umsækjanda með tölvupósti þann 27. apríl 2021 þar sem hann hafnaði kröfu móður barnanna. Sáttavottorð var gefið út sama dag og afstaða stefnda lá fyrir um árangurslausa sáttatilraun. Stefnandi hefur ekki aðra kosti en að höfða forsjármál vegna sona hennar enda er henni nauðsyn á að lögheimili drengjanna færist til hennar til að hún geti komið fram sem forsjáraðili og lögheimilisforeldri þeirra.“

Til stuðnings kröfu sinni um að hún verði látin fara ein með forræðið vísar móðirin í 34. grein barnalaga. 2. málgsrein, en þar segir:

„Dómari kveður á um hvernig [forsjá barns eða lögheimili] 1) verði háttað eftir því sem barni er fyrir bestu. Dómari lítur m.a. til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla barns við báða foreldra, skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska.“

Lögfræðilegur ómöguleiki við birtingu stefnu

Stefnan er birt föðurnum i Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta honum stefnu í eigin persónu. Ekki er þó við hann að sakast í þeim efnum en mjög sérstæð staða er upp varðandi þetta atriði. Faðirinn er með ótilgreint lögheimili í Hafnarfirði en þekktan dvalarstað í Þýskalandi. Sýslumaður synjaði hins vegar um birtingu í Þýskalandi þar sem faðirinn á lögheimili á Íslandi. Um þetta segir í tilkynningunni:

„Stefndi er skráður með ótilgreint lögheimili í Hafnarfirði. Þegar stefnandi reyndi að láta birta stefnu fyrir stefnda á því heimili þar sem hann dvelst í Þýskalandi, þá synjaði sýslumaður um birtingu þar sem lögheimili stefnda væri á Íslandi. Þar sem ekki er hægt að birta stefnu fyrir stefnda á ótilgreindu lögheimili og stefnubirting erlendis tekst heldur ekki er stefnanda nauðsynlegt að höfða mál þetta með birtingu stefnu í Lögbirtingablaði, sbr. a- og b-lið 1. mgr. 89. gr. laga nr. 91/1991. Stefnufrestur er einn mánuður, sbr. 3. mgr. 91. gr. laga nr. 91/1991.“

Þess skal getið að foreldarnir eru erlendir.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 9. desember næstkomandi.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Í gær

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
Fréttir
Í gær

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“