fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Maðurinn með skammbyssuna í Borgartúni dæmdur – Ekki ákærður fyrir árásina á Sushi Social

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 25. október 2021 18:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. júní á þessu ári greindi DV frá því að maður hefði ruðst inn á kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. Maðurinn var vopnaður skammbyssu og hafði í hótunum við gesti á staðnum.

Lögreglu var þegar gert viðvart um málið. Þegar hana bar að garði hafði hinn vopnaði lagt á flótta. Var hann handtekinn skömmu síðar og hald lagt á vopnið.

Í síðustu viku var maðurinn sem um ræður dæmdur í þriggja ára fangelsi. Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari staðfesti þetta í samtali við mbl.is.

Lesa meira: Maður vopnaður skammbyssu ruddist inn á kaffistofu Samhjálpar í hádeginu – „Það greip um sig mikil hræðsla

Skammbyssan var þó hlaðin þegar maðurinn var handtekinn en hann hélt því fram fyrir dómi að hann hefði hlaðið byssuna rétt áðr en hann var handtekinn. Þar sem ákæruvaldinu tókst ekki að sanna að byssan hafi verið hlaðin þegar hann ógnaði fólki með henni var talið í dómnum að hún hafi verið óhlaðin. Þá var hann sýknaður af því að hafa hótað almenningi með byssunni.

Þá segir einnig í frétt mbl.is að maðurinn hafi neitað að hafa beint byssunni að lögreglumönnum og almennum borgurum. Maðurinn játaði þó að hafa beint byssunni að einum manni á kaffistofu Samhjálpar en hafnaði því að hann hafi beint henni að öðrum manni sem sagði hann hafa beint henni að sér.

Maðurinn var ekki bara dæmdur í þriggja ára fangelsi heldur var hann einnig sviptur ökuréttindum ævilangt vegna brota sinna á umferðalögum og fíkniefnalögum en hann hafði verið gripinn við að keyra undir áhrifum fíkniefna og játaði þau brot fyrir dómi.

Athygli vakti að þessi sami maður hafði ráðist á mann með hnífi á Sushi Social fyrr á árinu. Maðurinn hefur þó enn ekki verið ákærður fyrir þá árás.

Lesa meira: Sá sem mundaði hlaðna skammbyssu í Samhjálp réðst einnig á mann með hnífi á Sushi Social í apríl

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum