fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Þessi hegðun Solskjær eftir leik vekur mikla athygli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. október 2021 08:28

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf Ole Gunnar Solskjær er í hættu eftir að hreint ótrúlegan leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Manchester United tók á móti erkifjendunum í Liverpool. Liverpool vann 5-0 stórsigur á United í leiknum. Cristiano Ronaldo hefur sent frá sér stutta yfirlýsingu vegna þess.

Liverpool byrjaði af krafti en Keita kom þeim yfir eftir fimm mínútur og Jota tvöfaldaði forystuna tæpum tíu mínútum síðar. Leikurinn róaðist aðeins eftir það þar til Salah skoraði þriðja markið á 38. mínútu. Salah gerði svo út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skoraði fjórða mark Liverpool. Staðan var því 4-0 fyrir gestunum í hálfleik, hreint ótrúlegar tölur og stuðningsmenn púuðu á sitt lið er það gekk til búningsklefa.

Salah fullkomnaði þrennuna í byrjun seinni hálfleiks og leikmenn Manchester United virtust hreinlega vera búnir að gefast upp. Stuttu síðar kom Ronaldo knettinum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 60. mínútu fékk Pogba að líta beint rautt spjald eftir tæklingu á Naby Keita og leikmenn United því orðnir tíu og verkefnið erfitt.

Leikurinn róaðist nokkuð eftir það og ekki voru fleiri mörk skoruð og ótrúlegur 5-0 sigur Liverpool staðreynd í gær. Solskjær var í sárum eftir leik og vill stór hópur stuðningsmanna reka hann.

Solskjær sagðist aldrei hafa upplifað eins slæman dag á ferli sínum. Að leik loknum var hann þó með reisn til að fara til stuðningsmanna og spjalla við þá um langt skeið, gaf hann áritanir og fleira til að reyna að gleðja stuðningsmenn.

Hefur Solskjær fengið mikið lof fyrir að fara ekki í felur eftir tapið slæma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Rúta PSG fór án Mbappe
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina