fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Fimm barna móðir deilir því hvernig hún heldur sófanum hvítum – „Þetta er svartigaldur“

Fókus
Miðvikudaginn 20. október 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svona óskráð regla meðal foreldra að á meðan börnin eru lítil þá þýði lítið að ætla að eiga hvíta sófa – nema með því að skipta þeim út á nokkra mánaða fresti. Því er kannski ekki furða að fimm barna móðirin, Toni Elmer,  vakti athygli á TikTok fyrir hvíta sófann sinn.

Hún ákvað að deila leyndarmálinu eftir að hafa fengið gífurlegt magn af fyrirspurnum. Hún deildi því myndskeiði þar sem hún tók gosdós og hellti úr henni beint á sófann. Síðan notaði hún bara blautþurrku til að þurrka bleytuna og ekkert sást á sófanum.

Hún greindi frá því að leyndarmálið væri í raun það að hún hafi keypt sér sófa úr efni sem hrindir frá sér óhreinindum.

„Efnið hrindir frá sér vökva svo það gleypir ekkert í sig. Þú getur bókstaflega bara tekið pappír og þurrkað þetta af.“

Hún segir að margar húsgagnaverslanir séu með sófa sem eru í „performance fabric“ eða efni sem auðvelt er að þrífa og eru þar að auki endingargóð. Einfalda bletti sé auðvelt að fjarlægja með bara smá vatni og þurri tusku.

Fylgjendur Toni virðast ekki hafa verið meðvitaðir um þetta efna.

„Ég þarf þennan sófa,“ skrifaði einn.

„Þetta er svartigaldur,“ skrifaði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun