fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Eyjan

Hildur hæðist að veiruóttanum og vill afléttingar strax – „Það er lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. október 2021 10:45

Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ítrekar kröfur sínar um fullar afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Núverandi takmarkanir eru í gildi fram á miðvikudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að möguleikarnir í stöðunni séu þrír, að halda óbreyttum takmörkunum, aflétta að hluta eða aflétta af öllu.

Nokkrir tugir Covid-smita eru nú greind daglega en alvarleg veikindi af sjúkdómnum eru fátíð enda mikill meirihluti þjóðarinnar bólusettur fyrir Covid-19.

Í nokkuð hæðnisfulltri grein sem Hildur birtir í Fréttablaðinu í dag bendir hún á að lífið sjálft sé hættulegt. Árlega látist yfir 10 þúsund manns í Bandaríkjunum við að falla fram úr rúminu sínu. Þá rekur Hildur töluleg dæmi um hættuna við að látast í slysum og af völdum hryðjuverka. Síðan segir hún:

„Íslendingum hefur gengið vel í baráttunni við kórónaveiruna, þó margir hafi sannarlega farið illa úr faraldrinum. Nú þegar 90% fullorðinna eru bólusettir er kórónaveirusmit ekki stærsta ógnin við líf og heilsu manna. Þegar fólk er daglega áminnt um yfirvofandi hættu með reglulega uppfærðum smittölum skynjar það hugsanlega meiri ógn en ástæða er til. Hætturnar eru allt um kring og þær algengustu fáum við sjaldnast fréttir af.“

Hildur segir að það sé lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu og öll deyjum við á endanum. Hún krefst afléttinga strax:

„Það er lífshættulegt að vera þátttakandi í lífinu. Öll munum við óhjákvæmilega deyja. Við megum hins vegar ekki vera svo óttaslegin við dauðann að við látum lífið fara fram hjá okkur.

Afléttingar strax.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna