fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Fimmta nauðgunarmál stjörnunuddarans Jóhannesar Tryggva verður háð fyrir opnum tjöldum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. október 2021 12:22

Jóhannes Tryggvi Snæbjörnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að þinghald í sakamáli Héraðssaksóknara gegn Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni verði opið.

Úrskurðurinn þykir óvenjulegur fyrir margar sakir, en þrátt fyrir stjórnskrárbundna meginreglu um að þinghald skuli háð í heyrandi hljóði hafa kynferðisbrotamál verið tekin í heilu lagi út fyrir þann sviga. Ýmsar réttlætingar eru gefnar fyrir þeirri undanþágu í lögum, til að mynda að hlífa aðilum máls, fjölskyldum þeirra og vandamönnum frá því að alþjóð geti fylgst með vitnisburði og umfjöllun um viðkvæm brot.

Var það brotaþoli í málinu sem krafðist þess að þinghald yrði opið. Úrskurði héraðsdóms hefur, samkvæmt heimildum DV, þegar verið áfrýjað til Landsréttar.

Dómarinn í málinu er Ingi Tryggvason, sem var einnig formaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi í nýafstöðnum þingkosningum.

Jóhannes Tryggvi var í byrjun árs dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir fjórar nauðganir, sem allar voru framdar á meðferðarstofu þar sem hann starfaði. Jóhannes áfrýjaði dómnum og er það mál til meðferðar hjá Landsrétti en aðalmeðferð lauk í málinu í gær.

Á fjórða tug kvenna kærðu Jóhannes til lögreglu vegna meintra brota sem teygja sig rúmlega áratug aftur í tímann, en að endingu var aðeins ákært í málum fjögurra kvenna. Brotaþoli í málinu sem nú er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness kærði niðurfellingu á rannsókn lögreglu á kæru sinni til Ríkissaksóknara sem felldi ákvörðun lögreglunnar úr gildi.

Brotin sem um ræðir í því máli voru framin áður en dómurinn fyrir nauðganirnar fjórar féll í janúar. Þar sem ákæran í þessu seinna máli var gefin út eftir að dómur féll í því fyrra er sú fáheyrða staða nú uppi að saksóknarar reka nú mál gegn Jóhannesi í bæði Héraðsdómi og Landsrétti á sama tíma vegna samskonar brota sem framin voru fyrir nokkru síðan.

Búast er við úrskurði Landsréttar um hvort ákvörðun um opið þinghald standi á næstu dögum. Þá er dóms Landsréttar vegna áfrýjunar Jóhannesar á fimm ára fangelsisdómi að vænta á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós