fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Hálendisþjóðgarður og orkunýting tefja stjórnarmyndunarviðræður

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 07:59

Frá undirritun ríkisstjórnarsáttmálans 2017.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðræður formanna stjórnarflokkanna þriggja um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf mjakast áfram. Formennirnir hafa fundað að undanförnu en halda spilunum mjög þétt að sér og lítið hefur frést um gang viðræðna.

Morgunblaðið segir að hálendisþjóðgarður og orkunýting séu mál sem tefji gang viðræðna. Hefur blaðið eftir þingmönnum stjórnarflokkanna að formennirnir séu alfarið með viðræðurnar á sinni könnu enn sem komið er en búist sé við að fleiri verði kallaðir til í næstu viku þegar og ef rammi endurnýjaðs stjórnarsamstarfs liggi fyrir.

Hefur blaðið eftir viðmælendum sínum úr hópi þingmanna flokkanna að formennirnir hafi nægan tíma og vilji gefa sér tíma til að leysa úr ágreiningsefnum þeirra. Formennirnir vilji leysa erfiðu málin frá síðasta kjörtímabili áður en byrjað verður að semja nýjan stjórnarsáttmála en viðbúið er að sú vinna taki talsverðan tíma. Vilji standi til að búa vel um alla hnúta svo minni líkur verði á ágreiningi síðar.

Erfiðu málin hafa hins vegar reynst tafsamari en reiknað var með. Eru hálendisþjóðgarður og orkunýting sögð vera helstu ágreiningsmálin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu