fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Möguleiki á Mackintosh-skorti um jólin

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 7. október 2021 12:58

Quality Street konfektmolarnir eru staðalbúnaður fyrir jólin á heimilum margra Íslendinga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nestlé, framleiðandi Quality Street konfekt-kassanna sem Íslendingar kalla yfirleitt Mackintosh, segir að framleiðsluvandamál geti haft slæm áhrif á dreifingu konfektsins vinsæla fyrir jólin.

„Eins og önnur fyrirtæki þá erum við að sjá skort á starfskröftum og svo eru einnig smá dreifingarvandamál,“ segir Mark Schneider, framkvæmdastjóri Nestlé, í samtali við Guardian um málið. Mark segir þá að það sé núna forgangsmál að koma vörunum í verslanir og að verið sé að vinna hart með söluaðilum til að sjá til þess að það náist.

Nestlé gaf stuttu síðar út yfirlýsingu þar sem fyrirtækið fullyrti að það yrði nóg af Quality Street konfekti gert fyrir alla um þessi jól. „Verksmiðjan okkar í Halifax er að framleiða allt að 12 milljón Quality Street konfektmola á dag,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Í hugum fjölmargra Íslendinga eru Quality Street-molarnir órjúfanlegur hluti jólahátíðarnar og því ljóst að allur vafi um framboð á góðgætinu er kvíðvænlegt í meira lagi. Það er því ljóst að íslenskir sælkerar munu vakta þróun mála hjá Nestlé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rannsókn lögreglu á meintum níðingi á Múlaborg: „Við erum að skoða ýmislegt“

Rannsókn lögreglu á meintum níðingi á Múlaborg: „Við erum að skoða ýmislegt“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Snorri segist ekki bera neina ábyrgð á hatri í garð hinsegin fólks – „Ég væri til í að við myndum bara ræða mín orð“

Snorri segist ekki bera neina ábyrgð á hatri í garð hinsegin fólks – „Ég væri til í að við myndum bara ræða mín orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar