fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Eyrún ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 6. október 2021 20:31

Mynd: Landsbankinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem bankinn sendi á fjölmiðla í dag.

Eyrún hefur unnið hjá Landsbankanum árið 2006. Hún starfaði fyrst við Safnastýringu sem heyrði undir Eignastýringu bankans og stýrði þeirri einingu frá 2010 til 2012. Undanfarin níu ár hefur Eyrún verið forstöðumaður Viðskiptalausna Eignastýringar og miðlunar þar sem hún hefur verið ábyrg fyrir árangursviðmiðum, áætlanagerð og þróun, sem og flestum breytingum og rekstrarmálum sviðsins.

Hún hefur leitt innleiðingu á mörgum stærri verkefnum bankans á sviði verðbréfaviðskipta, ásamt því að vera vörustjóri fyrir sparnað og ávöxtun hjá bankanum. Eyrún er með B.Sc.-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-gráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum. Hún tekur strax við starfinu.

„Eyrún er reynslumikill stjórnandi sem hefur starfað lengi á markaðnum og þekkir vel þær daglegu áskoranir sem viðskiptavinir standa frammi fyrir. Eignastýring og miðlun snýst um traust og við leggjum áherslu á langtíma viðskiptasambönd,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans um ráðningu Eyrúnar.

„Eyrún hefur sýnt og sannað að hún er öflugur leiðtogi og hefur sterka sýn á það hvernig Landsbankinn getur skarað fram úr í þjónustu við viðskiptavini. Hún sér hvar tækifæri bankans liggja við að móta nýja tíma í fjármálaþjónustu, auka ánægju viðskiptavina og skila góðri afkomu fyrir bankann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“