fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Myndband: Brjálaður ökuníðingur brunaði á móti umferð á Reykjanesbrautinni – „Hvað er að honum? Hvað er að frétta?“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 6. október 2021 19:08

Samsett mynd úr skjáskotum úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæfraakstur bílstjóra sem ók á móti umferð á Reykjanesbrautinni rétt fyrir klukkan fjögur í dag vakti athygli annars bílstjóra sem ákvað að taka myndband af akstrinum.

Bílstjórinn sem ók á móti umferð keyrði á rauðum smábíl og brunaði vitlausum megin á brautinni. Myndbandið sýnir að bílstjórinn sem tók það þurfti að keyra töluvert yfir hámarkshraða til að halda í við bílstjórann á rauða bílnum en ljóst er að sá bílstjóri keyrði enn meira yfir hámarkshraðanum.

„Þessi er að keyra á móti umferð á fokking Reykjanesbrautinni. Eruði ekki að grínast? Hvað er að honum? Hvað er að frétta? Litli hálvitinn. Hvað er hann að gera? Sæll hvað hann er ruglaður maður. Hvað er að frétta? Ég hef bara aldrei séð svona áður, þetta er – ég er að keyra á 120 sko. Þetta endar með einhverju bílslysi sko, shit,“ segir bílstjórinn sem tók upp myndbandið á meðan hann horfir á rauða bílinn bruna gegn umferðinni.

DV ræddi við við manninn. „Hann hefur verið á einhverju,“ segir hann og segist hafa séð lögregluna nota hunda til að leita í bílnum. Hann fullyrðir að rauði bíllinn hafi farið upp í 140 kílómetra hraða á klukkustund.

Maðurinn reyndist sannspár þegar hann sagði í myndbandinu að glæfraaksturinn myndi enda með bílslysi. „Þarna kom það, þarna kom það. Þetta er nú meira ruglið maður, já hérna. Hvað er að fólki, jesús minn almáttugur,“ segir hann í myndbandinu þegar rauði bíllinn klessti í hlið annars bíls, flaug út af veginum og klessti á skilti í vegkantinum.

Myndbandið af glæfraakstrinum má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“