fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Eyjan

Brynjar svartsýnn á áframhaldandi stjórnarsamstarf – „Ég sé það bara eiginlega ekki gerast“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. október 2021 11:00

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir – ef ekki flestir – telja nánast sjálfgefið að núverandi stjórnarmeirihluti komi fram með nýjan stjórnarsáttmála síðar í haust og haldi samstarfinu áfram. Stjórnarmyndunarviðræður eru nú þegar hafnar. Það kemur því nokkuð á óvart að heyra Brynjar Níelsson, fráfarandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, lýsa því yfir að hann telji ólíklegt að stjórnarsamstarfið verði endurnýjað.

Þetta kom fram í hlaðvarpsþætti tímaritsins Þjóðmál en ritstjórinn Gísli Freyr Valdórsson ræddi þar við Brynjar og Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins.

Að mati Brynjars standa umhverfismál og heilbrigðismál helst í veginum fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins við VG. Brynjar er mjög gagnrýninn á framferði Guðmundar Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, sem friðlýsti nokkur svæði rétt fyrir kosningar. Það urðu VG-liðum mikil vonbrigði að frumvarp um hálendisþjóðgarð náði ekki fram að ganga og sumir telja að friðlýsingarrúntur Guðmundar rétt fyrir kosningar hafi verið viðbragð við þeirri niðurstöðu.

Er Gísli spurði Brynjar í þættinum hve mikið erindi Sjálfstæðisflokkurinn ætti í þessa ríkisstjórn sagði Brynjar: „Ég vil nú ekki vera að eyðileggja þessar viðræður.“ Gísli fylgdi þá spurningunni eftir og sagði: „Ég vil samt varpa þessu upp. Hvað er fengið með því að starfa áfram með Vinstri grænum og Framsókn versus það að leyfa vinstri flokkunum að spreyta sig?“

Brynjar sagði þá:

„Ég held að það sé mjög erfitt að vera með Vinstri grænum núna. Það voru sérstakar aðstæður síðast. Þetta eru svo ólík sjónarmið. Mér fannst Vinstri grænir nánast eyðileggja þennan möguleika með öllum þessum friðlýsingum hérna í lokin. Valdníðsla í raun og veru að ganga svona langt í þessu. Ég held að það geri okkur mjög erfitt að ná einhverju í stjórnarsáttmála við VG um hálendisþjóðgarð eða náttúruloftslagsskatta og hvað þetta heitir allt saman. Ég sé það bara eiginlega ekki gerast. Ég tala nú ekki um hvernig menn ætla að bæta heilbrigðisþjónustuna fyrir jafnvel minni pening. Ég sé ekki hvernig það ætti að gerast. Þetta eru risamál.“

Gísli velti því þá upp að Guðmundur segðist bara hafa verið að vinna vinnuna sína er hann var spurður út í gagnrýni sjálfstæðismanna á friðlýsingarnar. Brynjar sagði:

„Ja, af hverju friðlýsir hann ekki bara Ísland? Þetta gengur auðvitað ekki svona fyrir sig. Ekki í mínum huga. Það getur vel verið að hann komist upp með þetta stjórnskipulega en mér finnst þetta alveg út fyrir allan þjófabálk, þessi hegðun. Sem var kannski alveg viðbúið í upphafi þegar þessi stjórn var skipuð með þessum hætti. En ég sé þetta ekki gerast, þetta eru svo mikil risamál. Þegar kemur að öllum þessum tuga milljarða skattlagningu í einhverjum loftslagsmálum sem enginn veit hvort hefur nokkur áhrif og ólíklegt að það hafi nokkur áhrif yfirhöfuð. Við erum að veikja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og samkeppnisstöðu Íslands og enginn getur svarað: Bíddu, hverju breytir þetta? Ég hef engin svör fengið neinstaðar við því.“

Þátturinn er í spilaranum hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna