fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Rósinkrans hefur verið týndur í tíu daga – Fjölskylda og vinir orðnir úrkula vonar

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 5. október 2021 11:01

Rósinkrans Már Konráðsson. Aðsend mynd. Til hægri er leiðin sem sem þrædd var í upphafi leitar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem leitað hefur verið að eftir að hann féll af sæþotu í Kalmarssundi, undan strönd Borgholm á Öland í Svíþjóð, þann 25. september heitir Rósinkrans Már Konráðsson.

Vegna þess hversu langt er um liðið er fjölskylda og vinir orðnir úrkula vonar.

Rósinkrans hefur búið og starfað í Svíþjóð, ásamt unnustu sinni og þremur sonum.

Már Valþórsson, æskuvinur Rósinkrans, saknar vinar síns mikið. „Við vorum góðir vinir og bjuggum tímabundið hjá þeim í Svíþjóð. Við höfum þekkst í 33 ár og gerðum allt fyrir hvor annan,“ segir Már.

Hann segir litla aðstoð að hafa hjá sænskum yfirvöldum. Helst hafi það verið samtökin Missing people sem hafa verið vinum og ættingjum innan handar.

DV ræddi á miðvikudag við frænda Rósinkrans, Víði Víðisson, sem hafði tekið þátt í leitinni í tvo daga ásamt kafara og hópi leitarfólks. „Við erum í kringum 15 manns, bara ættingjar og vinir,“ sagði Víðir þá en leitarskilyrði voru ekki mjög hagstæð. „Það er frekar hvasst núna og erfiðar aðstæður úti á sjó.“

„Við erum bara gamlir sjósleðamenn og krossarar sem fóru út á Jet-skiin sín og erum að þræða svæðið í leita að okkar týnda félaga,“ sagði Víðir ennfremur.

Frændi og vinir leita að íslenska sæþotufaranum sem hvarf í Svíþjóð – Þurfa sárlega á stuðningi að halda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Í gær

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot