fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ólíklegt að Brynjar snúi aftur í lögmennsku: „Það kallar á eitthvert vesen“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. október 2021 09:50

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólíklegt er að Brynjar Níelsson snúi aftur í lögmennsku eftir farsælan feril sem stjórnmálamaður. Brynjar datt út af þingi á lokametrum nýafstaðinna þingkosninga og liggur nú undir feldi um næstu skref.

Brynjar er menntaður lögmaður og starfaði við lögmennsku áður en hann hellti sér út í stjórnmálavafstrið.  Í skemmtilegu viðtali við Fréttablaðið tekur Brynjar nánast fyrir þann möguleika að snúa aftur tilbaka í lögmennskuna þrátt fyrir að einhverjar lögmannsstofur hafi þegar borið víur í hann.

„Ég hugsa að ég reyni að finna eitthvað alveg nýtt, eitthvað allt öðruvísi.“ segir Brynjar í viðtalinu.

„Svo eru það alltaf ákveðin óþægindi að vera í lögmennskunni þegar eiginkonan er dómari, það kallar á eitthvert vesen,“ segir Brynjar og ítrekar að honum þyki afar ólíklegt að hann fari þá leið.

Eiginkona Brynjars er Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari og segir þingmaðurinn fyrrverandi reikna með því að hann reyni að finna alveg nýjan starfsvettvang. „Líf mitt hefur alltaf verið svolítið tilviljanakennt. Ég hef dottið í hin og þessi hlutverk. Ég er spenntur að sjá hvort eitthvað spennandi býðst sem gæti verið eitthvað öðruvísi. Nú er ég bara á flugvellinum á heimleið, tiltölulega áhyggjulaus alveg þangað til þetta símtal barst. Nú þarf ég að fara að hugsa,“ segir Brynjar og hlær.

Fréttablaðið náði tali af Brynjari þar sem hann var á heimleið frá Spáni eftir að hafa farið í vikufrí með vinum sínum. „Ferðin var ákveðin fyrir kosningar, ég hef greinilega haft tilfinningu fyrir því hvernig þetta færi,“ segir Brynjar léttur.

Hér má lesa viðtal Fréttablaðsins við Brynjar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“