fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Heldur kynlífspartý þar sem konur eru við stjórnvöllinn – Segir frægt fólk mæta í partýin

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 9. október 2021 20:00

Myndir: Killing Kittens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma Sayle vill breyta staðalímyndunum um kynlífspartý en hún stofnaði fyrirtækið Killing Kittens árið 2005 til að gera einmitt það. Emma, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, opnaði sig nýverið í viðtali við MyLondon þar sem hún ræddi um vinsældir fyrirtækisins og hvernig kynlífspartýin þeirra eru öðruvísi en önnur.

Emma segir að markmiðið með Killing Kittens hafi verið að setja konur og þeirra ánægju í fyrsta sæti. Einungis konur geta sótt um að vera meðlimir til að mæta í kynlífspartýin, karlmenn þurfa að fá boð frá þeim til að mega mæta. Þá mega bara konurnar hefja samtöl og allar ákvarðanir um hvort snerting eða kynlíf sé á borðinu þurfa að koma fyrst frá konunum.

Fyrirtækið heldur reglulega kynlífspartý í London og Manchester á Englandi og í Los Angeles í Bandaríkjunum. Yfirleitt er uppselt í öll partýin mörgum vikum áður en þau eru haldin.

Emma útskýrir í viðtalinu hvers vegna þessi partý eru svona vinsæl. „Killing Kittens er eitthvað öðruvísi, þetta er ekki karllægt umhverfi, konur eru í aðalhlutverki og öruggt svæði þar sem karlmenn eru einnig,“ segir Emma.

„Frá upphafi hefur þetta snúist um að búa til öruggt svæði fyrir konur til að vera við stjórnvöllinn,“ segir hún þegar umræðan berst að því hvers vegna einhleypir karlmenn megi ekki mæta einir í partýin þeirra. „Einhleypir karlmenn breyta stemningunni. Við erum að reyna að færa okkur frá samfélaginu þar sem karlmennirnir stjórna og konur skammast sín.“

Einhleypir karlmenn þurfa þó ekki að örvænta því þeir geta mætt í partýin ef þau fá boð frá konu sem er meðlimur í Killing Kittens samfélaginu.

Þá segir Emma að í partýin mætir einnig frægt fólk. „Hvert einasta partý er með einn til tvo einstaklinga úr íþróttaheiminum eða tónlistarbransanum,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára