fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Voru til vandræða í annarlegu ástandi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 3. október 2021 09:29

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og voru alls 104 mál skráð frá því klukkan 19:00 og þar til klukkan 05:00 í nótt og líkt og algeng er um helgar kom áfengisneysla mikið við sögu. Alls fengu þrettán einstaklingar að dúsa í fangageymslu lögreglu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Til vandræða í annarlegu ástandi

Nokkuð var tilkynningar til lögrelgu vegna einstaklinga sem voru til vandræða í annarlegu ástandi.

Einstaklingur í annarlegu ástandi gekk um miðbæinn í gærkvöldi með hníf í hendi. Tók það lögreglu skamma stund að hafa upp á viðkomandi sem kvaðst ekki hafa ætlað sér neitt með hnífinn og var honum sleppt eftir að lögregla hafði rætt við hann.

Skömmu eftir klukkan átta í gær var lögreglu tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi í verslun í miðborginni. Var það í annað sinn um kvöldið sem lögregla hafði afskipti af þessum um kvöldið og var hann því handtekinn og fékk að dúsa í fangageymslu.

Ekki löngu síðar fékk lögregla aftur tilkynningu um aðila í annarlegu ástandi í miðborginni. Sá var að angra fólk og sinnti ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að láta af hegðun sinni og fékk því að sofa úr sér í fangageymslu.

Ofurölvi utan við heimahús

Ölvaður einstaklingur örmagnaðist fyrir utan heimahús í miðborginni skömmu fyrir klukkan tvö í nótt og var lögregla kölluð til. Í ljós kom að viðkomandi átti heima í húsinu en hafði ekki haft orku í að koma sér inn. Lögreglumenn aðstoðuðu viðkomandi við að komast inn og upp í rúm.

Rafskútuslys

Lögregla var kölluð út í nótt vegna rafskútuslysa. Einn hafði lent í slysi í Hlíðunum, annar lenti í slysi í Hafnarfirði og þurfti að vera fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild og einn lenti sem betur fer ekki í slysi – sá hafði verið undir áhrifum á rafskútu og átti erfitt með að stýra skútunni, því var lögregla kölluð til áður en illa fór.

Innbrot

Lögregla var í þrígang kölluð út vegna yfirstandandi innbrota. Tveir gerendur fundust fljótt og voru handteknir., sá þriðji var farinn af vettvangi er lögreglu bar að garði og fannst ekki þrátt fyrir leit.

Ekið á ljósastaura

Í nótt var ekið á tvo ljósastaura í Breiðholti. Í öðru tilvikinu var þrennt handtekið í þágu rannsóknar málsins og í hinu tilvikinu átti slysið sér stað fyrir augum lögreglumanna og er ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum.

Þó nokkrir eru grunaðir um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna eftir nóttina.

Slagsmál og líkamsárásir

Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar í nótt um slagsmál og líkamsárásir. Flest átt átti sér stað í miðborginni nærri skemmtistöðum en eitt útkall varðaði slagsmál í heimahúsi. Þar hafði einn hlotið stungusár á hendi og voru tveir handteknir og færðir í fangageymslu vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
Fréttir
Í gær

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“
Fréttir
Í gær

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“
Fréttir
Í gær

Ung hjón sem skulda mikið unnu 83 milljónir um helgina – „Við erum enn í smá sjokki“

Ung hjón sem skulda mikið unnu 83 milljónir um helgina – „Við erum enn í smá sjokki“
Fréttir
Í gær

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“