fbpx
Laugardagur 06.september 2025
Fréttir

Rándýrri rafskútu stolið við HR: „Lögreglan hafði engan áhuga á að aðstoða mig“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 2. október 2021 11:30

Keith Marc Pacelli Gonsalves

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmum tveimur mánuðum var rándýrri rafskútu Keith Marc Pacelli Gonsalves stolið úr vaktaðri geymslu við Háskólann í Reykjavík seint um kvöld. Keith, sem fluttist til Íslands frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 2019, leggur stund á verkfræðinám við háskólann og var að vinna langt fram á nótt að lokaritgerð sinni þegar hann varð fyrir þessari ónotalegu reynslu.Þjófnaðurinn náðist á upptöku á öryggismyndavél og fór Keith þegar og kærði málið til lögreglu. Hann segir farir sínar ekki sléttar af þeim samskiptum.

„Þeir höfðu engan áhuga á málinu. Ég var látinn fylla út skýrslu á einhverri tölvu og síðan hef ég ekkert heyrt í lögreglunni,“ segir Keith. Hann segist hafa bent lögreglunni á að til væri upptaka af þjófnaðinum en lögreglunni virtist standa á sama um það.

„Ég fór þá sjálfur og talaði við starfsmann HR. Sá var afar indæll og hjálplegur en benti mér á að útaf persónuverndarsjónarmiðum gæti ég ekki fengið upptökuna. Aðeins lögreglan gæti fengið hana í hendur en þá þyrfti að óska eftir henni. Hann tók sig svo til og hringdi í lögregluna og hvatti þá til að leggja inn beiðni um að fá upptökuna í hendurnar sem var að lokum gert,“ segir Keith.

Hann segir að fyrir liggi að um nemenda í háskólanum sé að ræða. „Ég skil ekki hvað lögreglan þarf meira til að upplýsa málið.“

Eins og áður segir eru tveir mánuðir liðnir og ekkert hefur  bólað á rafskútunni né virðist málið vera í rannsókn. Eins og gefur að skilja er um mikið áfall að ræða fyrir Keith.

„Þetta eru dýr tæki og rafskútan mín var mitt aðalsamgöngutæki. Ég vinn hlutastarf í Krónunni og notaði hana til að komast til og frá vinnu,“ segir Keith.

Í ljósi reynslu sinnar hafi farið að fylgjast með íslenskum hópum á Facebook þar sem tilkynnt er um stolin hjól og rafskútur. „Það virðist vera faraldur í gangi og lögreglan virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að rannsaka eða leysa þessi mál,“ segir Keith.

Skrifa um samlokuþjófnað en ekki hjólaþjófnað

Bjartmar Leósson, sem vakið hefur þjóðarathygli fyrir baráttu sína gegn hjólaþjófnaði, lætur líka til sín taka varðandi stolnar rafskútur. Hann tekur undir orð Keith, það sé þjófnaðarfaraldur í gangi og áhugaleysi lögreglu sé algjört.

„Það er miklu léttara að stela rafskútunum. Þær eru margar hverjar alveg eins og það vantar alveg að fólk merki hjólin sín. Þá virðist afar fáir nota GPS til að geta haft uppi á hjólunum sínum sé þeim stolið,“ segir Bjartmar.

Bjartmar Leósson – Mynd/Ernir

Hann hefur verið óþreytandi við að hafa uppá hjólum og skammast í lögreglunni fyrir aðgerðarleysi sitt. „Ég veit um dæmi þess að lögreglan gerði ekkert þótt vitað væri hver var að verki. Í einu tilfellinu bjó þjófurinn í mínútu göngufjarlægð frá lögreglustöðinni. Það endaði með því að ég fór sjálfur og sótti það,“ segir Bjartmar.

Þá séu mörg dæmi þess að í dagbók lögreglu sé minnst á þjófnaði úr verslunum en aldrei sé minnst einu orði á hjólaþjófnaði. „Ég veit um dæmi þess að 600 þúsund króna hjóli var stolið af einstaklingi. Daginn eftir las hann um þjófnað á samloku í dagbók lögreglu en ekki einu orði minnst á hjólið dýra. Forgangsröðun lögreglu er furðuleg,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensku strákarnir úr leik en gráti næst yfir stuðningnum – Myndband

Íslensku strákarnir úr leik en gráti næst yfir stuðningnum – Myndband
Fréttir
Í gær

Þyrluflug og einkaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur margfaldast – Hávaði truflar íbúa

Þyrluflug og einkaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur margfaldast – Hávaði truflar íbúa
Fréttir
Í gær

Lögregla var með eftirlit við heimili Snorra í nótt: Hótað og heimilisfangið opinberað

Lögregla var með eftirlit við heimili Snorra í nótt: Hótað og heimilisfangið opinberað
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“