fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Mogginn hæðist að vinstri flokkunum – „Það hafði ekki minni áhrif, en ef Guðmund­ur og Glúm­ur hefðu gefið sam­bæri­lega yf­ir­lýs­ingu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. september 2021 20:05

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið gerir stólpagrín að Samfylkingunni og Sósíalistaflokknum í leiðara blaðsins í dag þar sem umfjöllunarefnið eru nýafstaðnar kosningar. Fylgi beggja flokka var langt undir væntingum, Samfylkingin hlaut tæplega 10% fylgi og Sósíalistaflokkurinn náði ekki fólki inn á þing þó að skoðanakannanir allt fram að kosningum bentu til þess.

Morgunblaðið segir að yfirlýsing Samfylkingarinnar um að útiloka stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn hafi engin áhrif haft á kjósendur og er það orðað svo:

„Í aðdrag­anda kosn­inga nú til­kynnti Sam­fylk­ing­in að hún myndi ekki ljá máls á því að fara í stjórn með Sjálf­stæðis­flokki. Það hafði ekki minni áhrif, en ef Guðmund­ur og Glúm­ur hefðu gefið sam­bæri­lega yf­ir­lýs­ingu. Sam­fylk­ing­in hef­ur aðeins einu sinni orðið stór, eins og von­ir stóðu til. Það var vorið 2003 eft­ir að flokk­ur­inn hafði gefið út bar­áttu­yf­ir­lýs­ing­ar með til­von­andi út­rás­ar­vík­ing­um og þaðan af meiri svindl­ur­um um óskráð sam­starf þess­ara vel­unn­ara smá­fólks­ins í land­inu og flokks­ins.“

Síðan hafi leiðin legið niður á við hjá Samfylkingunni og fyrirheit um að draga þjóðina inn í ESB hafi bara tætt fylgið af flokknum, núna hafi hann fengið 2,2% minna en í síðustu kosningum.

Þá segir að vissulega hafi mælingar fyrir kosningar um tíma sýnt ákveðna vinstri sveiflu en Gunnar Smári, talsmaður Sósíalista, hafi talað þá tilhneigingu hratt og vel niður. Hann hafi meðal annars talað um að ryðja Hæstarétt og tal hans hafi smám saman fært viðhorf almennings yfir til heilbrigðrar skynsemi:

„Vissu­lega sýndu mæl­ing­ar nokkru fyr­ir kosn­ing­ar að nál­in væri tek­in að halla sér nokkuð til vinstri. En þá greip Gunn­ar Smári inn í og lýsti áform­um þeirra Leníns heit­ins um betri tíð, bæði í graf­hýsi þess síðar­nefnda og hér heima. Þau gengu að vísu ekki út á að farga millj­arða tug­um úr búi yf­ir­boðara Gunn­ars Smára (og í fram­haldi skatt­greiðenda) eins og þegar hann var sem stór­tæk­ast­ur síðast. Enda breytt­ur maður nú á ferð, efld­ur af fé blásnauðra verka­manna, í galla­bux­um og með göt­ótt­an tref­il, kom­inn úr einkaþot­unni yfir í ryðgaðan strætó sem SVR var hætt að nota. Hann gaf nægi­lega mikið upp um framtíðina, eins og til að mynda það að dæmdi Hæstirétt­ur framtíðar­inn­ar gjörðir hans ólög­mæt­ar myndi hann ryðja rétt­inn, eins og nú­ver­andi formaður Efl­ing­ar reyndi bæði að gera við þingið og dóm­stól­inn sem tók mál henn­ar fyr­ir. Það var í sama mund þegar þessi þrumu­ský Smár­ans drundu í eyr­um al­menn­ings sem nál­in, sem mældi viðhorf fólks­ins, tók að fær­ast á vit heil­brigðrar skyn­semi á ný.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki