Á sjöunda tímanum í gær var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Hlíðahverfi. Þar hafði lyklabox verið brotið upp og lykill tekinn sem var notaður til að komast inn í fyrirtækið. Þaðan var meðal annars stolið lykli að bifreið.
Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Einn ökumaður var kærður fyrir akstur sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot að ræða. Hann framvísaði ökuskírteini sem hald var lagt á.