Alrún er lítið hönnunarfyrirtæki í eigu hjónanna Jóns Bjarna Baldurssonar og Melanie Adams, en þau sinna öllum þáttum starfseminnar í sameiningu, hafa hagnýtt sjónarhorn á hönnun og njóta þess að deila saman hugmyndum sínum. Alrún hefur vakið athygli fyrir framsækna norræna hönnun sem birtist í úrvali skartgripa sem hannaðir eru í anda hinna fornu norrænu bandrúna.
Jón og Melanie hanna sín eigin bandrúnatákn og þróa þannig áfram hina fornu norrænu hefð sem er yfir þúsund ára gömul. Bandrúnirnar þeirra endurspegla hughvetjandi íslensk orð og eru mjög merkingarþrungin.
Þessi skartgripalína frá Alrúnu sem byggir á bindrúnum hefur notið umtalsverðrar velgengni á erlendum markaði og þau hjón eru alltaf að leita nýrra leiða til að miðla merkingu rúnanna.
Einstök gæðateppi úr íslenskri ull
Á þessu ári leitast Alrún við að þróa hönnun sína í heimilistextíl. Fyrstu vörurnar í þessum flokki eru teppi úr íslenskri ull af einstökum gæðum og hafa þau verið lituð sérstaklega fyrir Alrúnu. Þessi teppi hafa verið framleidd í litlu upplagi og eru tilbúin til dreifingar.
Ullarteppin prýða táknin „Ást“ og „Styrkur“ – afstrakt form sem vekja góð hughrif hjá fólki sem hefur þessi teppi fyrir augunum á heimilum sínum. Fleiri form eiga eftir að sjá dagsins ljós í frekari hönnun á þessum teppum.
Litasviðið í ullarteppunum Ást og Styrkur spannar frá hefðbundnum kremgulum og sauðargráum litum íslensku ullarinnar til málmkenndari, dekkri og kraftmeiri lita sem minna á síbreytilega litaráferð Atlantshafsins.
Alrún rekur vinnustofu og verslun í Sundaborg 1 Reykjavík. Opið er virka daga frá kl. 13 til 16 og tilvalið er fyrir alla fagurkera að kíkja í heimsókn og kynna sér þessa djúphugsuðu og fallegu hönnun.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni alrun.is og símanúmer er 689-1312.