fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
FókusKynning

Fornar rúnir og íslenska ullin veita innblástur í fagra hönnun

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. mars 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alrún er lítið hönnunarfyrirtæki í eigu hjónanna Jóns Bjarna Baldurssonar og Melanie Adams, en þau sinna öllum þáttum starfseminnar í sameiningu, hafa hagnýtt sjónarhorn á hönnun og njóta þess að deila saman hugmyndum sínum. Alrún hefur vakið athygli fyrir framsækna norræna hönnun sem birtist í úrvali skartgripa sem hannaðir eru í anda hinna fornu norrænu bandrúna.

Jón og Melanie hanna sín eigin bandrúnatákn og þróa þannig áfram hina fornu norrænu hefð sem er yfir þúsund ára gömul. Bandrúnirnar þeirra endurspegla hughvetjandi íslensk orð og eru mjög merkingarþrungin.

Þessi skartgripalína frá Alrúnu sem byggir á bindrúnum hefur notið umtalsverðrar velgengni á erlendum markaði og þau hjón eru alltaf að leita nýrra leiða til að miðla merkingu rúnanna.

Einstök gæðateppi úr íslenskri ull

Á þessu ári leitast Alrún við að þróa hönnun sína í heimilistextíl. Fyrstu vörurnar í þessum flokki eru teppi úr íslenskri ull af einstökum gæðum og hafa þau verið lituð sérstaklega fyrir Alrúnu. Þessi teppi hafa verið framleidd í litlu upplagi og eru tilbúin til dreifingar.

Ullarteppin prýða táknin „Ást“ og „Styrkur“ – afstrakt form sem vekja góð hughrif hjá fólki sem hefur þessi teppi fyrir augunum á heimilum sínum. Fleiri form eiga eftir að sjá dagsins ljós í frekari hönnun á þessum teppum.

Litasviðið í ullarteppunum Ást og Styrkur spannar frá hefðbundnum kremgulum og sauðargráum litum íslensku ullarinnar til málmkenndari, dekkri og kraftmeiri lita sem minna á síbreytilega litaráferð Atlantshafsins.

Alrún rekur vinnustofu og verslun í Sundaborg 1 Reykjavík. Opið er virka daga frá kl. 13 til 16 og tilvalið er fyrir alla fagurkera að kíkja í heimsókn og kynna sér þessa djúphugsuðu og fallegu hönnun.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni alrun.is og símanúmer er 689-1312.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7