fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

„Hef bara aldrei heyrt annað eins“: Erjur Gunnars Smára og Jakobs Bjarnars – „Hættu að gera út á þetta kjánalega hatur á fjölmiðlum“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gott að hafa í huga fyrir þessar kosningar að Fréttablaðið, Hringbraut og DV er í eigu fjárhagslegs bakhjarls Viðreisnar; Morgunblaðið og Viðskiptablaðið eru í eigu fólks sem styður Sjálfstæðisflokkinn og Ríkisútvarpið er undir stjórn fólks úr Sjálfstæðisflokknum eða fólks sem sá flokkur hefur blessað.“

Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á Facebook í dag. Hann vill meina að í núverandi fjölmiðlalandslagi endurspegli umræðan í fjölmiðlum ekki sjálft samfélagið, heldur vilja hagsmunahópa. Hann segir jafnframt að hlutverk fjölmiðla í kapítalísku kerfi sé að sætta fólk við óbreytt ástand.

„Hef bara aldrei heyrt annað eins“

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson er alls ekki sammála þessari greiningu Gunnars Smára, en hann spyr: „Og óbreytt ástand verandi þá að fjölmiðlar eiga í vök að verjast?“

Jakob bendir á að sjálfur hafi hann starfað í blaðamennsku í nokkra áratugi, og segist aldrei hafa heyrt neitt í líkingu við það sem Gunnar Smári hefur að segja.

„Ég hef verið í blaðamennsku í þrjátíu ár og ég hef bara aldrei heyrt annað eins, né neitt í líkingu við slíkt leiðarstef. Hættu að gera út á þetta kjánalega hatur á fjölmiðlum. Blaðamenn starfa í umboði almennings.“ Segir Jakob.

Jakobi bent á bók

Í kjölfarið rekur Gunnar hugmyndir sínar til fræðimannsins Noam Chomsky, og bendir Jakobi á að lesa hann, þá líklega bókina Manufacturing Consent, sem kom út árið 1988.

Jakob tekur ekki vel í meðmæli Gunnars og segir: „Chomsky er tótallí ofmetinn eins og svo margir sem tala fjálglega um fjölmiðla en vita ekkert um þá. Þú átt hins vegar að vita betur.“

Í kjölfarið ítrekar Gunnar að Jakob eigi að lesa bókina, en hann svarar um hæl. Hann segir háskólasamfélagið reiða of mikið á Chomsky og gefur til kynna að blaðamenn sem komi þaðan séu stundum ekki „nothæfir“ vegna hugmynda hans.

„Ég þekki þetta samsæriskenningaórarugl sem meðal annars akademían á Íslandi byggir á. Því miður. Fyrsta sem þarf að gera við hvern mann sem kemur þaðan inná alvöru ritstjórn er að senda hann í gott lúsabað. Svo viðkomandi sé nothæfur sem blaðamaður. Og þá ekki til að hlaða stein í vörðu ríkjandi ástands heldur þvert á móti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“