fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Fréttir

Birkir Jón í tímabundið leyfi sem bæjarfulltrúi – Óvíst með endurkomu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. september 2021 17:50

Birkir Jón Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs í Kópavogi, hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum fyrir bæjarfélagið. Beiðni hans var tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær en þar var nafn Birkis Jóns ekki gefið upp. Samkvæmt vef Stundarinnar er um Birki Jón að ræða.

Í samtali við miðilinn segir Birkir Jón að um veikindaleyfi sé að ræða og óvíst sé hvenær hann snúi til starfa að nýju.

Birkir Jón var um langt skeið stjórnarformaður Sorpu en þá gegnir hann einnig stjórnarformennsku í RARIK. Það gustaði duglega um hann í fyrra embættinu enda hefur rekstur Sorpu og sérstaklega bygging 6 milljarða gas- og jarðgerðarstöðvar, GAJU, vera að breytast í einhverskonar skattgreiðenda harmleik.

Birkir Jón steig til hliðar sem stjórnarformaður Sorpu um mitt sumar 2020 en við keflinu tók Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri-Grænna. Birkir Jón situr þó áfram sem óbreyttur stjórnarmaður.

Í morgun gaf Sorpa síðan út tilkynningu um að myglugró hafi greinst í límstréseiningum í þaki og burðarvirki GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. Samkvæmt tilkynningu frá SORPU uppgötvuðust gróin í ágúst og hefur  fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu hefur verið stöðvuð tímabundið af þeim sökum. Í tilkynningunni er haft eftir Líf Magneudóttur, stjórnarformanni SORPU, að myglugróin veki upp spurningar um hvernig staðið var að hönnun og efnisvali húsnæðisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skúli skammar Willum og Ölmu vegna sífelldra tafa á meðferð kvartana hjá embætti landlæknis

Skúli skammar Willum og Ölmu vegna sífelldra tafa á meðferð kvartana hjá embætti landlæknis
Fréttir
Í gær

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu
Fréttir
Í gær

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins