fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Eyjan

Brynjar botnar ekkert í nýjustu tilslökununum – „Þetta er augljóst samsæri gegn mér“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 15. september 2021 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaðurinn Brynjar Níelsson segist eiga erfitt með að skilja nýjustu sóttvarnatakmarkanir. Nú sé 500 manns heimilt að koma saman hvenær sem er en engu að síður mega barir og veitingastaðir – sem rúmi töluvert færri en 500 manns að jafnaði – megi aðeins hafa opið til miðnættis.

„Ég er enn að reyna að skilja rökin fyrir því að lagi sé að 500 manns geti komið saman hvenær sem er sólarhringsins en barir og veitingastaðir mega aðeins vera opnir til miðnættis þótt miklu færri komi þar saman,“ skrifar Brynjar.

Reynir hann að sjá fyrir sér hvaða ástæður gætu verið að baki þessum mismun. Þar dettur honum aðeins tvennt í hug.

„Það eru aðeins tvennt sem getur skýrt þessa rökleysu og stjórnlyndi. Annars vegar neikvæð afstaða til öldurhúsa. Svandís og Þórólfur vita jafnvel og ég að menn kyssast og faðmast miklu meira í 500 manna afmælisveislu en ókunnugir á bar, sérstaklega á síðustu og verstu tímum.

Hins vegar sú skýring, sem mér finnst líklegri, er að þau vita að á börum og veitingahúsum er helst það fólk sem ég næ til í kosningabaráttunni. Þetta er augljóst samsæri gegn mér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis