fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Bryndís Björk nýr forseti samfélagssviðs HR

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 10. september 2021 13:21

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsforseti samfélagssviðs Háskólans í Reykjavík. Undir samfélagssvið heyra sálfræðideild, viðskiptadeild, lagadeild og íþróttafræðideild. Hún tekur við stöðunni af dr. Ragnhildi Helgadóttur sem nýlega var skipuð rektor HR.

Bryndís lauk doktorsnámi í sálfræði við King’s College í London árið 2011, MA prófi í félagsfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1999. Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og hefur verið forseti sálfræðideildar frá 2019 og prófessor frá 2021. Áður var hún forstöðumaður grunnnáms í sálfræði og íþróttafræði og sviðsstjóri sálfræðisviðs. Hún hefur starfað við HR síðan 2005 og gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu sálfræðideildar og uppbyggingu meistaranáms í klínískri sálfræði og hagnýtri atferlisgreiningu, sem og doktorsnáms í sálfræði við háskólann.

Þá hefur hún setið í fjölmörgum opinberum nefndum og tekið þátt í öðrum verkefnum fyrir sveitarfélög, ráðuneyti dómsmála, menntamála, félagsmála, heilbrigðis og viðskipta, Landlæknisembættið og Rauða kross Íslands. Hún situr í stjórn Heilsustofnunarinnar í Hveragerði og í fjölskylduráði Garðabæjar og var um tíma framkvæmdarstjóri Rannsóknar og greiningar.

Bryndís er virtur vísindamaður og meðal fremstu rannsakenda á sviði heilsu og líðan barna og ungmenna og afleiðingum ofbeldis. Hún hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum vísindaritum, skrifað bókakafla og rannsóknarskýrslur fyrir ráðuneyti og sveitarfélög og haldið fjölmörg erindi á innlendum og erlendum vísindaráðstefnum. Þá hefur hún mikla reynslu í kennslu á háskólastigi, er leiðbeinandi doktorsnema í sálfræði við sálfræðideild HR og hefur leiðbeint fjölda meistaranema og BSc nema í rannsóknarverkefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Í gær

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp