fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Örlagastundin nálgast – Risaspurningu enn ósvarað í Rauðagerðismálinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. september 2021 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi mánudag hefst aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur og er búist við að hún standi í minnst fjóra daga. Samkvæmt upplýsingum frá Kolbrúnu Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara, sem mun sækja málið fyrir hönd ákæruvaldsins, munu fjórmenningarnir sem ákærð eru í málinu bera vitni á mánudag. Frá og með þriðjudegi taka við vitnaleiðslur lögreglumanna og annarra aðila sem tengjast málinu.

Fyrir liggur að Albaninn Angjelin Sterkaj varð landa sínum Armando Beqirai að bana laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn með því að skjóta hann níu skotum úr skammbyssu fyrir utan heimili Armando í Rauðagerði. Armando lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn, en síðara barnið var í móðurkviði er hann var myrtur.

Héraðssaksóknari hefur ákært þrjár aðrar manneskjur í málinu, þar af eina konu, Claudu Sofiu Coelho Carvalho, sem sökuð er um að hafa fylgst með Armando og veitt upplýsingar um ferðir hans kvöldið sem hann var myrtur. Murat Selivrada er sakaður um að hafa leiðbeint Claudiu um þessar njósnir og Shpetim Qerimi er sagður hafa verið í bíl með Angjelin er hann hélt upp í Rauðagerði til að myrða Armando.

Héraðssaksóknari segir morðið hafi verið samantekin ráð hjá þessum manneskjum. Þær neita allar sök nema Angjelin, sem hefur játað á sig morðið, en segist hafa verið einn að verki.

Stóra spurningin

Dómurinn mun skera úr um hvort morðið var samverknaður fjögurra (eða færri) manneskja eða hvort Angjelin var einn að verki. Það er þó alls ekki stærsta ósvaraða spurningin í málinu heldur sú hver var morðástæðan.

Íslendingurinn Anton Kristinn Þórarinsson var um tíma grunaður um hlutdeild í málinu og sat í gæsluvarðhaldi. Hann hefur nú verið hreinsaður af þeim grun og var ekki ákærður í málinu. Vitað er að Anton hafði tengsl við þá Angjelin og Shpetim Qerimi og var í sambandi við þá dagana fyrir og eftir morðið. Grunsemdir voru um að morðið hefði verið framið í þágu Antons en svo mun ekki vera. Vitað er að mikið ósætti var á milli Angjelin og Armando en ekki hefur verið afhjúpað í hverju það var fólgið og því síður hvernig það gat leitt til þess að fjórar manneskjur lögðu á sig að sameinast um morðið, ef ákæra héraðssaksóknara reynist á rökum reist.

Í samtali við DV segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari að morðástæða frá sjónarhóli ákæruvaldsins muni einfaldlega koma í ljós er hún flytur málið og var hún ekki tilbúin að gefa neitt upp um þetta. Engin ástæða er tilgreind í ákærunni enda er það ekki hlutverk ákærutexta að tilgreina ástæður glæpa.

Fyrirtaka í málinu var í morgun (þriðjudag) og lögðu þá sakborningar fram greinargerðir til málsvarnar gegn ákærunni. Þær greinargerðir gætu varpað ljósi á morðástæðuna, sérstaklega greinargerð fyrir hönd banamannsins, Angjelin. DV hefur formlega óskað eftir aðgangi að greinargerðunum.

Sem fyrr segir hefst aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta mánudagsmorgun. DV mun flytja fréttir af málinu beint úr réttarsalnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns