fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

26 ára Reykvíkingur þarf að svara fyrir stórfellt kókaínsmygl og 12 milljónir í óútskýrðar tekjur

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 13:30

Tollgæslan fann efnin við leit á Keflavíkurflugvelli. mynd/hag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært 26 ára gamlan Reykvíking fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa flutt inn um 660 grömm af mjög sterku kókaíni með farþegaflugi frá London í apríl í fyrra. Efnin voru falin innvortis.

Þá er maðurinn jafnframt sagður hafa haft á sér 0,89 grömm af maríhúana í sama flugi. Er maðurinn ákærður fyrir minniháttar fíkniefnalagabrot vegna þessa.

Ljóst er að Héraðssaksóknari telur brot mannsins umfangsmikil, en hann er í sömu andrá ákærður fyrir að hafa þvætt ávinning af sölu og dreifingu fíkniefna að fjárhæð 12,3 milljóna. Segir í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, að fimm milljónir af þeim 12,3 milljónum séu vegna óútskýrðra tekna á bankareikningi og um 7,3 milljónir vegna kaupa á gjaldeyri með reiðufé.

Að lokum er maðurinn ákærður fyrir vörslu 75 gramma af kannabislaufum.

Héraðssaksóknari gerir þá kröfu að maðurinn verði dæmdur til refsingar, greiðslu sakarkostnaðs og að honum verði gert að sæta upptöku efnanna auk ýmiss búnaðar til ræktunar á kannabisefnum.

Málið verður þingfest 9. september næstkomandi, í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Í gær

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“