fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Manndráp til rannsóknar – Hjúkrunarfræðingur í gæsluvarðhaldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í mánuðinum. Talið að er að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Önnur kona á sextugsaldri hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna málsins:

„Rannsókn málsins miðar vel en þann 25. ágúst var kona á sextugsaldri úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningu lögreglu. 

Uppfært:

Samkvæmt frétt á Vísir.is er konan sem er í gæsluvarðhaldi vegna málsins hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans. Er hjúkrunarfræðingurinn, kona á sextugsaldri, grunuð um að hafa reynt að þvinga mat ofan í konuna með þeim afleiðingum að hún lést.

Uppfært: 

Í tilkynningu á vefsíðu Landspítalans segir að Landspítalinn hafi tilkynnt um atvikið til lögreglu og landlæknis:

„Landspítali hefur tilkynnt lögreglu og landlækni um óvænt andlát sjúklings á spítalanum, í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu (nr. 41/2007) og lög um dánarvottorð, krufningar ofl. (nr. 61/1998). Málið er til rannsóknar og munu hvorki starfsmenn né stjórnendur tjá sig um það, né staðfesta upplýsingar, á meðan það er til meðferðar hjá þar til bærum yfirvöldum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“